Fylltar taco sætkartöflur⌑ Samstarf ⌑
Fylltar bakaðar kartöflur

Hér eru á ferðinni guðdómlegur léttur réttur! Bakaðar sætar kartöflur eru auðvitað með því betra og að fylla þær með góðgæti er alls ekki af verri endanum!

loaded sweet potato

Mmmm…..

Fylltar sætar kartöflur

Fylltar taco sætkartöflur

Léttur réttur fyrir 4 manns

Sætar kartöflur

 • 2 stórar sætar kartöflur
 • 300 g kjúklingabaunir
 • 150 g gular baunir
 • ½ bréf Old El Paso taco krydd
 • Rifinn ostur
 • Ólífuolía
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Skerið kartöflurnar langsum og penslið á þær ólífuolíu allan hringinn.
 3. Leggið flötu hliðina niður í ofnskúffu (með bökunarpappír ef þið viljið sleppa við þrif) og bakið í um klukkustund eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
 4. Hellið vökvanum af baununum og steikið þær upp úr ólífuolíu við meðalhita í nokkrar mínútur, kryddið með taco kryddi. Geymið síðan á pönnunni eftir að þið hafið slökkt undir henni.
 5. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar má snúa þeim við og skafa aðeins upp úr þeim til að búa til betra pláss fyrir baunirnar.
 6. Setjið næst baunirnar í kartöflurnar og vel af rifnum osti yfir og aftur inn í ofn í um 5 mínútur.
 7. Toppið með grænmeti og chilli majó (sjá hér að neðan).

Toppur

 • Avókadó
 • Kóríander
 • Old El Paso nachosflögur

Chilli majó

 • 150 g Hellmann‘s majónes
 • 2 msk. Sriracha sósa
 • 2 tsk. lime safi
 1. Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun.
Hellmann's chilli majónes

Það tekur örskamma stund að útbúa chilli majó en hins vegar fæst líka chilli majónes frá Hellmann’s á brúsa í ákveðnum matvöruverslunum og það má að sjálfsögðu líka nota það í staðinn.

Fylltar sætar kartöflur

Mér fannst gott að bæta chilli majó og nachos á reglulega á meðan ég naut máltíðarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun