Salat með smjörsteiktum perum og brie osti⌑ Samstarf ⌑
Salat með smjörsteiktum perum og brie osti

Hér kemur salat sem þið eigið eftir að E L S K A! Það er hún Harpa Ólafs vinkona mín og matargúrú með meiru sem á þessa hugmynd eins og fleiri hér á síðunni! Við buðum upp á þetta með grillmat um daginn og fólk var alveg að missa sig yfir þessu!

Salat með smjörsteiktum perum og brie osti

Harpa segist ýmist hafa þetta með máltíð sem meðlæti eða hreinlega bara til að narta í með góðu vínglasi. Einnig setti hún ferskar fíkjur á kantinn en þær eru bæði fallegar og góðar með ef þið finnið slíkar.

Salat með smjörsteiktum perum og brie osti

Salat með smjörsteiktum perum og brie osti

 • 1 poki klettasalat
 • 1 x stór pera (eða 2 litlar)
 • 1 x Dala brie ostur frá Gott í matinn
 • Um 20 g smjör
 • Ein lúka pistasíukjarnar
 • Hunang
 • Balsamik gljái
 1. Hellið klettasalatinu á disk/fat.
 2. Skerið peruna í teninga og steikið upp úr smjöri við vægan hita þar til bitarnir fara að mýkjast, takið þá af pönnunni og stráið yfir klettasalatið.
 3. Skerið brie ostinn næst í teninga og steikið stutta stund upp úr smjöri, dreifið síðan úr ostinum yfir salatið (teningarnir bráðna vel niður og gott er að nota gaffal til að taka þá af pönnunni og koma yfir á salatið).
 4. Stráið nú pistasíum yfir allt saman og toppið með hunangi og balsamik gljáa.
bakaður brie ostur í salatið

Brie ostur er góður hvernig sem er, það er bara þannig….mér finnst hann þó extra góður bakaður/steiktur!

Salat með smjörsteiktum perum og brie osti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun