Sumarsnittur með síldarsalati



⌑ Samstarf ⌑
Síld og egg

Já krakkar mínir, það er komin sumarsíld með jarðarberjum og hvítvíni takk fyrir! Ég mátti til með að að vinna með þau hráefni og ákvað að þessu sinni að skera síldina niður og setja hana í eggjasalat sem kom ótrúlega vel út!

Síld á brauð

Snitturnar skreytti ég síðan með sítrónu, jarðarberjum og myntu, síðan er auðvitað nauðsynlegt að njóta þeirra með góðu hvítvíni.

Síldarsalat

Mæli með að þið prófið þessa samsetningu!

Uppskrift með síld

Sumarsnittur með síldarsalati

Um 12 snittur

  • 6 rúgbrauðssneiðar að eigin vali (ferkantaðar)
  • 200 g ORA sumarsíld
  • 4 egg (harðsoðin)
  • 80 g majónes
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Sítrónusneiðar (til skrauts)
  • Jarðarber (til skrauts)
  • Mynta (til skrauts)
  1. Takið um 200 g af sumarsíld úr krukkunni, leyfið vökvanum að leka vel af en allt í lagi ef laukur/annað úr krukkunni fylgi með (gerir bara betra bragð). Saxið síldina næst niður í litla bita og hellið í skál.
  2. Skerið eggin niður með eggjaskera á tvo vegu og bætið í skálina.
  3. Því næst má setja majónesið og blanda öllu varlega saman, smakkið síðan til með salti og pipar.
  4. Skerið rúgbrauðssneiðarnar til helminga, horn í horn svo úr verði 12 þríhyrningar.
  5. Skiptið salatinu á milli sneiðanna og skreytið með sítrónu, jarðarberi og myntu.
Ora sumarsíld

ORA síldin svíkur engan!

Hvernig er gott að borða síld

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun