Tartalettur með síld og eggjasalati



⌑ Samstarf ⌑
Síld í tartalettur

Það er ekki á hverjum degi sem ORA kemur með nýja síld en hér kemur ein fyrir páskana! Það er ótrúlega skemmtilegt og ferskt bragð af henni, sítrónukeimurinn kemur sterkt í gegn og fengu þessar tartalettur virkilega góða dóma frá þeim sem þær smökkuðu!

Síld og brauð

Egg finnst okkur ómissandi með síld svo ég reyni alltaf, í einhvers konar formi, að hafa þau með! Hér gerðum við einfalt eggjasalat og það kom síðan mjög vel út að setja allt saman í tartalettu.

snittur með síld

Tartalettur með síld og eggjasalati

10 stykki

  • 10 tartalettur
  • Eggjasalat (sjá uppskrift að neðan)
  • 1 ½ – 2 krukkur af ORA páskasíld
  • 4 rifnar gulrætur
  • Baunaspírur
  • Lime/sítróna til skrauts
  • Dill til skrauts

  • Skiptið eggjasalatinu niður í tartaletturnar.
  • Setjið 3-4 bita af síld ofan á salatið í hverri tartalettu.
  • Toppið með rifnum gulrótum, baunaspírum, dilli og sítrónupipar.

Eggjasalat uppskrift

  • 5 harðsoðin egg
  • ½ laukur saxaður
  • 90 g majónes
  • 2 tsk. sætt sinnep
  • 2 tsk. Aromat
  • 1 tsk. sítrónupipar
  1. Skerið eggin smátt niður og blandið öllu saman.
Ora páskasíld

Nammi namm!

Með hverju borðar maður síld?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun