Pestósnittur⌑ Samstarf ⌑
Snittur í veislu

Pestósnittur með brie osti eru alltaf vinsælar. Ég hef útbúið nokkrar útgáfur af slíkum í gegnum tíðina og núna notaði ég chilli pestó sem var skemmtileg tilbreyting frá því klassíska.

Pestósnittur með brie osti

Hunangsristaðar valhnetur gera snitturnar hátíðlegar og meira „gúrme“ og verð ég að segja að þessi samsetning kom virkilega vel út.

Veisluhugmyndir smáréttir

Pestósnittur

Um 25 stykki

 • 1 baguette brauð skorið í sneiðar
 • 100 g valhnetur
 • 2 msk. hunang
 • 1 krukka Sacla Chilli pestó (290 g)
 • 2 x Brie ostur
 • Hráskinka (um 10 sneiðar)
 • Spírur til skrauts
 • Ólífuolía
 1. Skerið brauðið í þunnar sneiðar, penslið með ólífuolíu og ristið í 220°C heitum ofni í 2-3 mínútur eða þar til kantarnir á brauðsneiðunum verða stökkir, leyfið að kólna.
 2. Saxið valhneturnar gróft og ristið á pönnu við háan hita. Bætið hunanginu saman við í lokin og lækkið hitann, hrærið því vel saman við og dreifið næst úr valhnetunum á disk og leyfið að kólna.
 3. Smyrjið næst vænni teskeið af pestó á hverja brauðsneið.
 4. Skerið Brie ost í sneiðar og raðið ofan á pestóið.
 5. Rífið hráskinkuna niður og setjið smá bita á hverja sneið.
 6. Næst má setja smá valhnetur og spírur til skrauts.
Sacla cilli pestó á snitturnar

Sacla Chilli pestóið rífur aðeins í án þess að vera allt of sterkt samt. Þið getið síðan auðvitað stýrt magninu af pestóinu að vild og sett minna eða meira eftir smekk.

Snittur með brie osti

Mmm….

bruschetta með brie og pestó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun