
Á dögunum tók ég þátt í mjög svo skemmtilegu verkefni með Sacla vörunum. Ég sá um að þróa og stílisera nokkrar uppskriftir fyrir auglýsingaherferð og var „on set“ með Pipar/TBWA allan daginn að stússast í þessu með þeim. Það var ítalskt andrúmsloft þennan dag og voru það Gissur Páll Gissurarson og hans fjölskylda sem sáu um leik í auglýsingunum. Þau hafa búið í Ítalíu og eru því alveg með taktana upp á 10! Þessi yndislega fjölskylda fullkomnaði að mínu mati þessar auglýsingar og ég get ekki beðið eftir að fleiri fari í loftið, hér fyrir neðan sjáið þið smá sýnishorn.
Það var alls ekkert leiðinlegt að hlusta á hann Gissur syngja þennan daginn get ég sagt ykkur, þessi rödd er auðvitað eitthvað annað!

Þessar bruschettur eru æðislegar og hér getið þið séð smá klippu frá þeirri auglýsingu þar sem Gissur er að útbúa svona ljúfmeti fyrir konuna sína.

Brushettur með sólþurrkuðum tómötum uppskrift
Um 20 stykki
- 1 x súrdeigs snittubrauð
- Sacla ólífuolía með hvítlauk
- 1 krukka Sacla Sun Dried Tomato pestó
- 2 x brie ostur
- Um 10 sneiðar hráskinka
- Um 10 sneiðar af Sacla sólþurrkuðum tómötum
- Basilíka
- Salt og pipar
- Skerið snittubrauðið í um 20 sneiðar og dreypið ólífuolíu yfir sneiðarnar báðu megin.
- Ristið í ofni við 200° í 3-5 mínútur eða þar til sneiðarnar verða örlítið stökkar.
- Smyrjið með vel af pestó og setjið væna sneið af brie osti og hráskinku ofan á.
- Næst má skera sneiðar af sólþurrkuðum tómötum í tvennt og toppið brushettuna með slíkri sneið, ferskri basilíku og salti og pipar.
