Heit íssósa



⌑ Samstarf ⌑
Góð íssósa á ísinn

Það er fátt betra og einfaldara en heimagerð, heit íssósa! Það má nota hvaða ís sem er með sósunni og gott er að leyfa henni aðeins að standa og þykkna áður en hún fer á ísinn. Ef þið viljið útbúa fljótlegan og ljúffengan eftirrétt þá er ís með heitri súkkulaðisósu málið!

Heit íssósa

Toblerone sósa hefur alltaf verið í uppáhaldi á þessu heimili svo Elín Heiða útbjó slíka sósu fyrir bókina sína, Börnin baka í fyrra.

Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem Elín Heiða sýnir hversu einfalt þetta er!

Þykk íssósa

Heit íssósa uppskrift

  • 220 g Toblerone súkkulaði
  • 100 ml rjómi
  1. Saxið Toblerone gróft niður og setjið í pott ásamt rjómanum.
  2. Hitið saman við meðalhita þar til súkkulaðið hefur bráðnað, hrærið reglulega í sósunni á meðan.
  3. Leyfið hitanum síðan aðeins að rjúka úr sósunni áður en hún er notuð á ís.
  4. Gott er að strá söxuðu Toblerone yfir ísinn ásamt heitu sósunni.
Toblerone fyrir íssósuna

Nú er bara að kaupa ís og allt í þessa undursamlegu sósu fyrir næsta kósýkvöld, mmmmmm!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun