Pönnukökur geta verið alls konar! Það eru ekki bara til upprúllaðar með sykri, klassískar með sultu og rjóma eða hefðbundnar amerískar heldur má gera miklu fleiri útfærslur!

Hér er ég að prófa mig áfram með próteinpönnukökumix frá Kötlu og fannst mér vel við hæfi að raða á þær eggi, avókadó og beikoni.

Útkoman varð hreint frábært og þetta combo er klárlega málið!

Próteinpönnsur
- 1 flaska próteinpönnukökumix frá Kötlu
- 220 ml mjólk
- Stökkt beikon
- Spæld egg
- Ostsneiðar
- Avókadó
- Sesamgaldur/beyglukrydd
- Próteinspírur
- Hristið pönnukökuduftið í flöskunni, setjið mjólkina saman við og hristið vel í um eina mínútu. Leyfið flöskunni þá að standa í nokkrar mínútur og hristið síðan aðeins upp í henni aftur áður en þið steikið pönnukökurnar á heitri pönnu.
- Raðið síðan osti, eggi, beikoni og avókadói á hverja pönnuköku og kryddið eftir smekk með sesamkryddblöndu og toppið með próteinspírum.
- Hver flaska gefur 8-10 pönnukökur (eftir stærð).

Það er ofureinfalt að hrista í þessar próteinpönnsur, bara setja mjólk í brúsann (eða vatn), hrista vel og byrja að baka!
