Októberfest snitzel⌑ Samstarf ⌑
Snitzel uppskrift

Við vorum hópur af stelpum með smá Októberfest um síðustu helgi og allar komu með einhver mat á hlaðborð. Lukka vinkona kom með snitzel með örlítið nýstárlegu meðlæti og litla gleðin sem þessi réttur gerði! Ég fékk því leiðbeiningar og hermdi „setupið“ að sjálfsögðu upp eftir henni fyrir ykkur.

Vínarsnitzel

Það er ýmist hægt að hafa þetta sem kvöldverð eða skera bitana smærra niður og hafa sem part af hlaðborði. Hún kom til dæmis með snitzel í minni bitum og bernaise sósu í miðjunni, kartöflubátarnir eiga kannski frekar við þegar um ræðir kvöldverð. Einnig finnst henni gott að hafa kapers yfir en þar sem ég er ekki sérstakur kapers-aðdáandi ákvað ég að sleppa því, haha!

Snitzel með bernaise

Októberfest snitzel

Snitzel uppskrift

 • Um 1 kg svínalund
 • 150-200 g smjör
 • 80 g hveiti
 • 3 pískuð egg
 • 220 g brauðraspur
 • Ólífuolía
 • Steikarkrydd, salt, pipar
 1. Sinuhreinsið lundina og skerið í um 3 cm þykkar sneiðar.
 2. Leggið sárið upp og lemjið niður með buffhamri beggja megin.
 3. Sé um kvöldmáltíð að ræða má hafa sneiðarnar aðeins þykkari og þá verður hver sneið stærri en sé um snarl á smáréttahlaðborð að ræða má hafa þær þynnri/skera hverja útflatta sneið í tvennt.
 4. Steikið upp úr vel af smjöri og olíu í bland á fremur heitri pönnu þar til brauðraspurinn gyllist vel beggja megin, safnið saman í ofnskúffu og setjið smá meira smjör yfir hverja sneið áður en þær fara í ofninn.
 5. Hitið ofninn í 190°C og setjið kjötið inn í um 8 mínútur í lokin með kartöflunum.

Bakaðir kartöflubátar

 • Um 700 g kartöflur
 • Ólífuolía
 • Salt, pipar, hvítlauksduft
 1. Hitið ofninn í 190°C.
 2. Skerið kartöflurnar í báta, veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
 3. Raðið á bökunarplötu og bakið í 30-40 mínútur eftir stærð bátanna.

Annað meðlæti

 • Köld Bernaise sósa
 • Sítrónusneiðar
 • Kapers (má sleppa)
Stella bjór og snitzel

Ég hef alltaf gert snitzel með brúnni sósu eða smjörbráð, soðnum kartöflum, grænum baunum og sultu svo það var gaman að prófa þetta svona og mikið gott.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun