Það var að koma á markaðinn sérstök afmælissíld í tilefni af 70 ára afmæli ORA! Maðurinn minn elskar síld svo ég var ekki lengi að skella í gómsætar síldarsnittur til þess að prófa þessa snilld.

Ég ákvað að skreyta og bragðbæta snitturnar með sömu hráefnum og eru í krukkunni og útkoman var bæði falleg og ljúffeng.

Mmmm….

Afmælissíld
Uppskrift dugar í 8 snittur
- 8 maltbrauðssneiðar
- 2 krukkur ORA afmælissíld
- 2 harðsoðin egg
- 8 þunnar eplasneiðar
- ½ rauðlaukur í þunnum sneiðum
- 8 lime sneiðar til skrauts
- Fersk basilika og pipar til skrauts
- Leggið eins stórt glas og þið getið ofan á hverja brauðsneið og skerið hringinn.
- Skiptið síldinni niður á brauðsneiðarnar.
- Skerið hvert egg í 4 hluta og notið einn á hverja sneið ásamt eplasneið, lauksneiðum, limsneið og basiliku.
- Kryddið með smá svörtum pipar í lokin sé þess óskað.

Síldin kemur í takmörkuðu magni svo nú er að hrökkva eða stökkva og ná sér í krukku til að smakka.
