Nýbakað focaccia brauð er hreint út sagt guðdómlegt! Einfalt brauðdeig sem er toppað með góðri olíu og kryddum! Þetta ráða allir við að gera og brauðið er gott eitt og sér, með góðu pestó/mauki eða sem meðlæti með öðrum mat.

Nammi namm!
Hér sést hversu einfalt þetta er, mesti tíminn fer bara í hefun!

Focaccia brauð
Deig
- 450 g hveiti
- 2 tsk. salt
- 4 msk. Lie Gourmet basil ólífuolía
- 300 ml volgt vatn
- 1 pk. þurrger (11,8 g)
- 2 msk. sykur
- Hrærið vatni, þurrgeri og sykri saman í skál og leyfið að standa í um 5 mínútur þar til gerið fer að freyða.
- Blandið hveiti og salti saman í hrærivélarskálina og setjið krókinn á og kveikið á lægsta hraða.
- Hellið gerblöndunni og ólífuolíunni saman við og hnoðið í um 2 mínútur á meðalhraða.
- Deigið á að vera eins klístrað og þið þolið.
- Smyrjið skál að innan með ólífuolíu, hnoðið deigið í kúlu og veltið upp úr olíunni í skálinni.
- Plastið og leyfið að hefast í um 45mínútur.
- Smyrjið næst eldfast mót/skúffukökuform að innan með ólífuolíu og flytjið deigið þangað yfir. Ýtið því með fingrunum út í alla kanta og reynið að jafna það eins og unnt er.
- Þrýstið fingrunum niður til að gera holur í brauðið, plastið aftur, leyfið að hefast í um 45 mínútur og hitið ofninn á meðan í 200°C.
- Toppið með olíu og kryddum (sjá toppur hér að neðan) eftir hefun og bakið í 15-18 mínútur eða þar til brauðið fer að gyllast og losna örlítið frá köntunum.
- Þegar brauðið kemur út má setja smá meiri basil ólífuolíu yfir allt saman og njóta með góðu pestó eða öðru mauki.
Toppur og meðlæti
- Lie Gourmet bruschettu krydd
- Lie Gourmet salt með rósmarín, papriku og chilli
- Lie Gourmet piparblanda með 5 mismunandi piparkornum
- Lie Gourmet basil ólífuolía (um 3 msk. + meira eftir bakstur)
- Lie Gourmet pestó eða tartinade að eigin vali er síðan fullkomið til að smyrja á brauðið

Lie Gourmet vörurnar eru hreint út sagt dásamlegar!

Þær eru fullkomin gjöf fyrir sælkera! Mikið úrval er að finna í vefverslun Húsgagnahallarinnar og fallegar gjafaöskjur.

Þetta Bruschettukrydd hér fyrir neðan er æði, ég hef notað það líka á bruschettur með camembert og fleira og mæli klárlega með!

Fátt betra en nýbakað brauð eins og þetta!

Namm!
