Ostabakkar eru eitthvað sem ég elska að útbúa og mun held ég aldrei frá leið af! Ég er búin að ætla að prófa að gera svona litla krúttlega einstaklings ostabakka ansi lengi. Þetta er svo kjút og sniðugt að ég held að þetta verði nýja æðið mitt, tíhí!

Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!

Mmmm…..

Litlir ostabakkar
10 litlir bakkar
- 10 stk. Driscolls hindber
- 10 stk. Driscolls bláber
- 10 stk. Driscolls brómber
- 10 stk. Driscolls blæjuber
- 20 mozzarellakúlur/perlur
- 30 litlir ostateningar (havarti eða annar ostur)
- 10 brie ostasneiðar
- 10 salamisneiðar
- 20 Ritzkex
- 6-8 grissini stangir (brotnar niður)
- 40-50 súkkulaðirúsínur
- 10 Toblerone bitar
- 30-40 vínber
- 10 lítil tréspjót
- 10 litir trébakkar/aðrir bakkar/box
- Raðið öllu þétt saman í litla trébakka/krúsir/önnur ílát og njótið með Muga rósavíni.

Rósavínið minnir á sumarið að mínu mati og nú styttist heldur betur í það!

Driscolls brómberin eru svooooo góð, sem og öll önnur ber frá þeim og við ELSKUM ber!

Hversu krúttlegt er þetta!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!