Bakaður ostur með hvítlauk og pestó⌑ Samstarf ⌑
Bakaður ostur

Ég E L S K A bakaða osta, hef sagt það áður og mun segja það oftar!

Bakaður ostur

Ég var upp í Húsgagnahöll um daginn og við vorum að ákveða hvaða vörur gæti verið sniðugt að kynna og á meðan ég rölti þar um að skoða alla fegurðina kom þessi hugmynd til mín. Svo valdi ég úr hillunum alls kyns fallegt sem myndi smellpassa með svona snarli!

Bakaður brie ostur

Þessi ostur var guðdómlegur! Bakaður hvítlaukur er æði og að setja hann svona á ost er eitthvað annað!

Bakaður ostur

Bakaður ostur með hvítlauk og pestó

 • 1 x Brie ostur
 • 2 hvítlaukar
 • 2 msk. Lie Gourmet basil olía
 • 2 msk. Lie Gourmet basil pestó
 • 2 msk. ristaðar furuhnetur
 • Gróft salt
 • Brauð/kex að eigin vali
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skerið um ¼ ofan af báðum hvítlaukunum. Setjið í álpappír, hellið basilolíu yfir og smá grófu salti, lokið álpappírnum og bakið í 40 mínútur.
 3. Þegar hvítlaukurinn hefur verið í ofninum í um 25 mínútur má setja Brie ostinn í eldfast mót og baka í 12-15 mínútur.
 4. Takið ostinn þá úr ofninum, setjið pestó yfir hann, kreistið rifin úr bakaða hvítlauknum yfir og stráið furuhnetum og grófu salti yfir allt í lokin.
 5. Njótið með góðu kexi/brauði og rauðvíni.
Pestó

Lie Gourmet sælkeravörurnar sem fást í Húsgagnahöllinni eru æðislegar, bæði virkilega góðar og síðan svo falleg gjöf fyrir sælkera.

Bakaður ostur

Þessi eldfasta panna er ein af mínum uppáhalds og hana fáið þið hér, Nordal Malus eldfast mót.

Brie ostur

Allar aðrar vörur á þessum myndum fást einnig í Húsgagnahöllinni!
Rauðvínsglösin eru Broste Sandvig Bourgogne og eru svooooo fallegt! Svörtu skálarnar eru síðan Nordal Kepel svört skál og Nordal Lamu skál á fæti. Brúna tuskan er síðan Nordal Merga borðtuska.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun