Það er sannarlega sumar sem fylgir þessum drykk! Sangria minnir mig alltaf helst á Spán þó boðið sé upp á hana víða um heim!

LSA Metropolitan glas – linkur!
Það er ofureinfalt að útbúa þennan kokteil og skil ég ekki af hverju ég hef ekki prófað það fyrr, hahaha!

Þessi dásamlega karafla og glös sem þið sjáið á myndunum er ný lína sem var að koma í Húsgagnahöllina. Merkið heitir LSA og eru vörurnar handgerðar, glerblásnar og dásamlega fallegar! Mæli með að þið kíkið þangað á úrvalið, það eru líka til krúsir, krukkur og ýmislegt fleira!

Sangria uppskrift
- 1 appelsína
- 1 sítróna
- 1 lime
- 1 grænt epli
- 200 g jarðarber
- 750 ml rauðvín
- 150 ml appelsínusafi
- 50 ml Contreau líkjör
- 30 g sykur
- Skerið appelsínuna í sneiðar og hverja sneið í fjóra hluta.
- Skerið sítrónu og lime í þunnar sneiðar.
- Kjarnhreinsið eplið og skerið niður í bita.
- Skerið jarðarberin niður í bita.
- Safnið jafnóðum öllum ávöxtum í stóra könnu/skál og hellið næst rauðvíni, appelsínusafa og Contreau saman við ásamt sykrinum.
- Hrærið varlega og kælið í nokkrar klukkustundir/yfir nótt til að leyfa ávöxtunum að drekka vökvann aðeins í sig.

LSA Metropolitan kampavínsglas – linkur
Má síðan til með að setja þetta glas hingað inn líka þó ég hafi ekki nýtt það fyrir færsluna, eitt flottasta kampavínsglas sem ég hef séð!

LSA Moya kampavínsglas – linkur!