Limoncello Tiramisu⌑ Samstarf ⌑
Limoncello Tiramisu

Ég óskaði eftir sumar uppskriftum frá ykkur fylgjendum um daginn og fékk fullt, fullt af skemmtilegum sendar! Ég skráði þetta niður og ætla að gera mitt besta til að uppfylla einhverjar af þessum óskum og hér kemur ein sem hún Ingibjörg Lilja sendi inn til mín í gegnum hugmyndabox á Instagram!

Limoncello Tiramisu

Limoncello Tiramisu er sannarlega sumarlegur eftirréttur og ekkert í líkingu við klassískt Tiramisu!

Limoncello Tiramisu

Limoncello Tiramisu

Uppskrift dugar í 6-8 skálar/glös eftir stærð

 • Sítrónu Limoncello síróp (sjá uppskrift að neðan)
 • 1 ½ pk. Lady Fingers kex (c.a 30 stykki)
 • 500 g Mascarpone ostur frá Gott í matinn (við stofuhita)
 • 130 g flórsykur
 • 1 vanillustöng (fræin)
 • 600 ml þeyttur rjómi frá Gott í matinn (skipt í 200 og 400 ml)
 • 3-5 msk. Lemon Curd (eftir smekk)
 • Sítrónusneiðar og flórsykur til skrauts
 1. Dýfið Lady Fingers í sítrónu sírópið og leyfið því aðeins að drekka það í sig, raðið því næst í botninn á glösum/skálum í einfalda röð. Stundum þarf að brjóta kexið í sundur og raða því þannig og það er allt í lagi.
 2. Þeytið næst rjómann og takið 200 ml til hliðar fyrir fyllinguna, geymið hitt til skrauts.
 3. Blandið Mascarpone osti, flórsykri og fræjunum úr einni vanillustöng saman í hrærivélinni og vefjið síðan þeytta rjómanum saman við með sleikju ásamt Lemon Curd.
 4. Skiptið niður í glösin og sléttið aðeins úr blöndunni.
 5. Sprautið þá restinni af þeytta rjómanum yfir allt saman í litlum „doppum“. Best er að nota hringlaga stút sem er um 1 cm í þvermál (eða klippa gat á sterkan poka).
 6. Sigtið smá flórsykur yfir allt og skreytið með sítrónusneið.
 7. Best er að leyfa þessu að standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir/yfir nótt áður en þið njótið.

Sítrónu síróp

 • 100 ml vatn
 • 100 g sykur
 • 1 x sítróna (safi + börkur)
 • 50 ml Limoncello (má sleppa)
 1. Setjið vatn, sykur og sítrónusafa saman í pott ásamt hluta af sítrónuberkinum (nokkrar ræmur).
 2. Hitið að suðu og lækkið síðan hitann, hrærið reglulega og þegar sykurinn er alveg bráðinn má slökkva á hellunni og hræra Limoncello saman við.
 3. Næst má blandan kólna niður í stofuhita áður en þið dýfið kexunum í hana.

Ég hef vanið mig á að toppa Tiramisu alltaf með þeyttum rjóma, finnst það algjörlega setja punktinn yfir I-ið og gera eftirréttinn léttari, betri og fallegri!

Limoncello Tiramisu

Mmmm….

Limoncello Tiramisu

One Reply to “Limoncello Tiramisu”

 1. Hvar og hvenær á að setja lemon curd í uppskriftinni? Það er nefnt í innihaldsefnunum en ekki í lýsingunni 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun