Karamellu- og kaffisjeik



⌑ Samstarf ⌑
karamellu og kaffisjeik

Hver elskar ekki góðan sjeik! Hvað þá þegar hann er blanda af sjeik og frappuccino eins og þessi.

milkshake

Það má að sjálfsögðu sleppa kaffinu fyrir þá sem ekki drekka kaffi og þá eruð þið komin með ofureinfaldan og góðan karamellusjeik, bara bæta við meiri mjólk í staðinn.

Karamellusjeik

Karamellu- og kaffisjeik

Uppskrift dugar í 2-3 glös (eftir stærð)

  • 1 dós Salted Caramel ís frá Häagen-Dazs
  • 100 ml nýmjólk
  • 100 ml espresso (kalt)
  • Karamellu íssósa (þykk)
  • 150 ml þeyttur rjómi
  • Karamellukurl
  1. Takið til glösin sem á að nota og setjið smá karamellusósu inn í hliðarnar.
  2. Setjið ís, mjólk og kaffi saman í blandarann og blandið vel saman.
  3. Skiptið niður í glös, setjið vel af þeyttum rjóma yfir og toppið með karamellukurli.
  4. Njótið strax!
karamellusjeik

Salted Caramel ísinn frá Häagen-Dazs er uppáhalds ís yngstu minnar, hún vill helst engan annan ís svo ég gerði að sjálfsögðu einn kaffilausan handa henni og hún elskaði hann!

frappuccino með ís

Það tekur örfáar mínútur að útbúa þennan og að gera sjeik heima er miklu ódýrara en að kaupa hann í ísbúð!

heimagerður sjeik

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun