Berjaskyrkaka



⌑ Samstarf ⌑
skyrkaka uppskrift

Ef þið viljið einfaldan og fljótlegan eftirrétt þá er þessi hér úr bókinni Börnin baka alveg undursamleg!

skyrkaka

Elín Heiða elskar skyrkökur líklega mest af öllum kökum og þessa hér hannaði hún alveg sjálf. Lu kex er uppáhaldið hennar í botninn og síðan má leika sér með bragðtegundir af skyri í fyllinguna. Fersk ber eru síðan alltaf efst á óskalistanum hennar til að setja á toppinn.

skyrkaka

Berjaskyrkaka

Botn

  • 1 pakki Lu Bastogne kex
  • 60 g brætt smjör
  1. Myljið kexið í blandara/matvinnsluvél þar til það verður duftkennt.
  2. Hellið kexmylsnunni í skál og blandið brædda smjörinu saman við.
  3. Pressið í botninn á fati/skál og kælið á meðan annað er útbúið.

Fylling og toppur

  • 500 g Ísey skyr með bláberjum og hindberjum
  • 500 ml rjómi
  • Um 125 g bláber
  • Um 125 g hindber
  • 30 g saxað suðusúkkulaði
  1. Þeytið rjómann og blandið skyrinu varlega saman við hann og setjið yfir kexbotninn.
  2. Skreytið með ferskum bláberjum, hindberjum og söxuðu súkkulaði.
  3. Geymið í kæli fram að notkun.
ísey skyr í skyrkökuna

Mmmmm….þessi er ofureinföld og góð!

skyrkaka uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun