Mexíkó salat með kjúklingi⌑ Samstarf ⌑
Fljótlegt kjúklingasalat

Ég er með sól í hjarta þessa dagana þrátt fyrir alla rigninguna sem okkur er færð! Á sumrin er gaman að gera litríkan og sumarlegan mat og ekki skemmir fyrir þegar hann er hollur og dúndurgóður um leið!

Taco salat

Hér er á ferðinni fljótlegt salat sem var alveg hrikalega gott!

Mmmm…..

Gott kjúklingasalat

Mexíkó salat með kjúklingi

Fyrir um 4 manns

 • 1 box Mexico kjúklingastrimlar frá Ali (fulleldaðir)
 • 2 x ferskur maís
 • 1 haus rósasalat (romaine)
 • 2 x avókadó
 • 1 dós Piccolo tómatar
 • 1 x rauðlaukur
 • 1 lúka kóríander
 • 2-3 ljúkur nachos flögur
 • Salsadressing (sjá uppskrift hér að neðan)
 1. Takið hýðið af maísstönglunum og skerið utan af honum. Skerið restina af grænmetinu niður og blandið saman í skál ásamt kjúklingi og muldum nachos flögum.
 2. Setjið vel af salsadressingu yfir og njótið.

Salsadressing uppskrift

 • 1 lítil krukka salsasósa (280 g)
 • 1 dós sýrður rjómi
 1. Setjið salsasósu í blandra og maukið alla kekki úr henni.
 2. Bætið þá sýrða rjómanum saman við og blandið saman við salsasósuna þar til bleik og slétt salsadressing hefur myndast.
Kjúklingastrimlar frá Ali

Mexico kjúklingastrimlarnir frá Ali einfalda eldamennskuna til muna og eru svakalega góðir! Hægt er að nota þá í hvað sem hugurinn girnist og gott að grípa til í staðinn fyrir óeldan kjúkling þegar tíminn er naumur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun