Grísakótilettur með mexíkó ostasósu⌑ Samstarf ⌑
Fljótlegur grillmatur

Ef þig langar í eitthvað fljótlegt, ljúffengt og ódýrt á grillið þá eru grísakótilettur algjör snilld!

Grillað grísakjöt

Ég hef oft sagt að kryddlegnar grísakótilettur séu vanmetinn grillmatur. Það sem skiptir öllu máli hins vegar er að grilla þær ekki of lengi! Ef þær eru passlega grillaðar og fá að hvíla aðeins verða þær safaríkar og mjúkar og eru alveg frábær matur!

Mmm…..
Eitthvað einfalt á grillið

Grísakótilettur með mexíkó ostasósu

Fyrir um 4-6 manns

Grísakótilettur

 • 2 x Ali grísakótilettur í kryddlegi meistarans
 1. Grillið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið að hvíla í um 10 mínútur undir álpappír áður en þið skerið í kjötið.

Mexíkó ostasósa

 • 1 x mexíkó kryddostur
 • 500 ml rjómi
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. soyasósa
 1. Rífið niður ostinn og pískið saman við rúmlega helming rjómans á miðlungs hita þar til hann er bráðinn.
 2. Bætið restinni af rjómanum saman við ásamt salti + soyasósu og leyfið að malla við mjög lágan hita á meðan þið útbúið annað.

Annað meðlæti

 • Bakaðar kartöflur (með smjöri + salti)
 • Sumarlegt salat
Grillmatur

Við vorum að prófa þessar grísakótilettur í kryddlegi meistarans í fyrsta skipti og þær eru virkilega ljúffengar!

mexíkó ostasósa uppskrift

Bakaðar kartöflur, sósa og salat eru „beisík“ meðlæti en þið getið að sjálfsögðu annað með. Kartöflusalat, kartöfluklattar…..það eru víst óendanlegir möguleikar! Mexíkó ostasósa er mjög vinsæl á þessu heimili og hún passar einstaklega vel með bæði svínakjöti og kjúkling.

grísakótilettur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun