Nammibananar á grillið⌑ Samstarf ⌑
bananar með súkkulaði á grillið

Hver elskar ekki grillaða banana!!!! Við í það minnsta gerum það og grillum ótrúlega oft banana á sumrin eftir góða máltíð. Það er gaman að fylla þá með alls kyns gúmelaði og hér erum við með sykurlausa sykurpúða og súkkulaði á milli svo það er sannarlega hægt að gera nammisprengju án þess að hún sé full af sykri!

grillaðir bananar

Ég reyni alltaf að setja eins mikið af súkkulaði og ég kem í hvern banana og sykurpúðarnir geta alveg staðið aðeins upp úr, bráðna svo bara aðeins yfir og verða stökkir að utan en mjúkir að innan.

hvernig á að grilla banana

Mér finnst mikilvægt að loka bananana ekki inni í álpappírnum því þá verða þeir svo slepjulegir og allt bráðnar einhvern vegin of mikið. Það hefur reynst mér best undanfarin ár að gera smá „hreiður“ eða stand fyrir þá úr álpappír, láta þá hvíla þar ofan á og hita við meðalháan/lágan hita þar til allt er bráðið. Þannig helst bananinn sjálfur stífur en gúmelaðið bráðnar.

súkkulaðibananar

Nammibananar á grillið

 • Bananar
 • Sykurpúðar frá de Bron (4 stk.í hvern banana)
 • Dökkt súkkulaði frá de Bron (eins mikið og kemst í hvern)
 • Álpappír
 1. Skerið endana af banönunum og rauf í þá miðja.
 2. Takið smá álpappír og búið til „stand“ með því að krumpa hann aðeins saman svo bananinn geti setið ofan á honum.
 3. Fyllið bananana með sykurpúðum og súkkulaði og grillið við meðalháan hita þar til súkkulaðið bráðnar. Ég skar súkkulaðibitana í tvennt því þá er auðveldara að koma þeim fyrir.
 4. Gott er að bera bananana fram með ís og heitri karamellusósu.

Karamellusósa uppskrift

 • 10 de Bron karamellur (caribbean mix)
 • 4 msk. rjómi
 1. Bræðið í potti þar til slétt karamellusósa hefur myndast og njótið með ís og grilluðum banana.
grillaðir bananar með súkkulaði og sykurpúðum

Þetta sykurlausa dökka súkkulaði frá de Bron er undursamlegt og enginn fann muninn á því og einhverju öðru sem við höfum notað!

sykurpúðar í grillaðan banana

Sykurpúðarnir koma síðan í nokkrum litum/bragðtegundum og þið getið sett einn af hverjum eða hreinlega valið þann lit sem ykkur þykir bestur og aðeins notað hann.

grillaðir bananar með súkkulaði

Mmmm…..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun