Vefjuvasar⌑ Samstarf ⌑
taquitos vefjur

Ég elska Taquitos og hef nokkrum sinnum gert slíkar rúllur. Það er hins vegar snilld að setja blönduna inn í svona vefjuvasa því þá er ekkert að leka út um annan endann og auðveldara að borða með því að halda á vasanum.

fljótlegur kvöldmatur

Það er hægt að kaupa tilbúinn eldaðan kjúkling til að einfalda sér verkið og það er fljótlegt og gott að útbúa þessa dásemd.

Vefja í vasa

Kjúklingavasar uppskrift

Fyrir um 4 manns

Kjúklingavasar

 • 8 x Old El Paso Pocket vasavefjur
 • 400 g rifinn,eldaður kjúklingur
 • 120 g rifinn ostur
 • 130 g rjómaostur við stofuhita
 • ½ lime (safinn)
 • 100 g Old El Paso salsasósa
 • 2 msk. Old El Paso Tacokrydd
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • 1 tsk. salt
 • 3 msk. saxaður kóríander
 • Matarolía til penslunar
 • Gróft salt
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Takið til vasavefjur, kjúkling og ost, leggið til hliðar.
 3. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál fyrir utan matarolíu og gróft salt.
 4. Þegar búið er að píska það saman má bæta rifnum osti og kjúkling saman við og skipta á milli vefjuvasanna.
 5. Raðið þeim næst á bökunarplötu, penslið með matarolíu og stráið smá grófu salti yfir.
 6. Setjið inn í ofn með álpappír yfir (svo vefjurnar brenni ekki) í um 10 mínútur, takið þá álpappírinn af og bakið áfram í um 5 mínútur eða þar til vefjuvasarnir gyllast vel.
 7. Berið fram með salsaídýfu (sjá uppskrift hér að neðan), Old El Paso guacamole og nachos flögum.

Salsaídýfa

 • 70 g sýrður rjómi
 • 70 g Hellmann‘s majónes
 • 130 g Old El Paso salsasósa
 1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
 2. Fallegt er að strá söxuðu kóríander yfir í lokin en ekki nauðsynlegt.
salsaídýfa

Salsaídýfan er algjörlega ómissandi með þessum vefjuvösum og svo er líka gott að dýfa nachos flögum í hana og guacamole.

Hellmanns majónes í ídýfuna

Nammi namm!

Tacos og vefjur í kvöldmatinn

Taco Tuesday tekið á næsta level með þessari snilld!

kvöldmatur hugmyndir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun