Partý tacobátar⌑ Samstarf ⌑
Holl og góð vefja uppskrift

Á morgun verður framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar valið og eflaust nokkrir sem ætla að gera sér glaðan dag af því tilefni.

Nachos og partýmatur

Hér er uppskrift af hinum fullkomna partýmat, hvort sem það er fyrir Eurovision eða eitthvað allt annað. Djúsí kjúklingur, grænmeti og smá majónes, þetta er blanda sem hreinlega getur ekki klikkað.

Taco bátar með bbq kjúklingi

Mmmm…..

Taco uppskrift

Partý tacobátar

15-18 stykki (fyrir 4-5 manns)

BBQ kjúklingur

 • Um 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 1 laukur
 • ½ poki Old El Paso Fajita krydd
 • 200 g sæt bbq sósa
 • 130 ml vatn
 1. Hitið ofninn í 150°C.
 2. Kryddið kjúklingakjötið með fajita kryddi og setjið í pott/eldfast mót.
 3. Skerið laukinn til helminga og leggið í pottinn (laukurinn aðeins settur í fyrir betra bragð).
 4. Hellið bbq sósunni og vatninu saman við, setjið lok/álpappír yfir og inn í ofn í 2 klukkustundir og 45 mínútur.
 5. Takið þá úr ofninum, hendið lauknum og leyfið aðeins að hvíla. Tætið síðan niður með tveimur göfflum og setjið í bátana.

Bátar og meðlæti

 • 15-18 stykki Old El Paso mini Taco bátar
 • Iceberg
 • Rifinn ostur
 • Avókadó
 • Ferskur ananas
 • Rauðlaukur
 • Kóríander
 • Hellmann‘s garlic jalapeno street food sósa
 • Old El Paso nachosflögur
 • Old El Paso guacamole
 • Old El Paso ostasósa
 • Old El Paso salsasósa
 1. Hitið taco bátana samkvæmt leiðbeiningum á pakka, skerið niður grænmeti og raðið öllu þar ofan í; káli, osti, avókadó, ananas, rauðlauk, kóríander og kjúklingi og sprautið majónesi yfir allt í lokin.
 2. Berið fram með Old El Paso sósum og nachosflögum.
Mexíkó matur uppskriftir með Old El Paso

Það er svo þægilegt að raða í og borða þessa mjúku taco báta! Þeir eru líka til stærri svo það er hægt að setja þetta í slíka líka en þá koma líklega ekki nema um 6-8 bátar samanlagt úr því.

Partýuppskriftir

Smá sumarfílingur í þessu en mér fannst glitta í vorið fyrr í vikunni þó það líti ekki akkúrat þannig út í dag, hahaha!

Eurovisionmatur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun