Lasagnette í ofni



⌑ Samstarf ⌑
lasagnette

Það er alltaf gaman þegar maður styttir sér leið í eldamennskunni og það heppnast glimrandi vel eins og í þetta skiptið! Það vilja allir fljótlegar uppskriftir og hér kemur ein frábær fyrir ykkur að prófa!

fljótlegur kvöldmatur

Lasagnette í ofni

Fyrir 4-5 manns

  • 500 g nautahakk
  • ½ laukur
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • 150 g sveppir
  • 200 g kúrbítur
  • 1 pk Knorr Lasagnette Meal Kit
  • 350 ml nýmjólk
  • 600 ml vatn
  • 1 dós Mozzarellakúlur litlar (180 g)
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt og pipar
  1. Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót að innan.
  2. Saxið laukinn niður og steikið upp úr ólífuolíu við meðalháan hita, kryddið eftir smekk þar til mýkist og bætið hvítlauknum á skamma stund áður en þið setjið hakkið saman við. Þá má hækka hitann og steikja og krydda hakkið þar til það er fullsteikt.
  3. Færið hakkið yfir á disk, bætið olíu á pönnuna og steikið niðurskorinn kúrbít og sveppi upp úr olíu þar til það mýkist, kryddið eftir smekk.
  4. Hellið hakkinu þá aftur yfir grænmetið, bætið vatni og mjólk á pönnuna og tómatblöndunni (duftinu) úr pokanum. Hrærið vel og náið upp suðunni, lækkið þá aftur hitann og leyfið að malla stutta stund þar til sósan þykknar aðeins.
  5. Hellið þá pastanu saman við og blandið létt. Hellið í eldfasta mótið og setjið í ofninn í 25 mínútur, bætið síðan mozzarella kúlunum ofan á og eldið í 5 mínútur til viðbótar.
  6. Njótið með góðu brauði.
fljótlegt og gott

Mmmm, mæli með!

lasagna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun