„KFC Twister“ á hraðferð⌑ Samstarf ⌑
kfc twister

Það er alltaf gaman að líkja eftir vinsælum skyndibita. Það voru að koma á markað kjúklingafranskar frá Ali og ég mátti til með að prófa að útbúa Twister með þeim. Það tók um 20 mínútur að útbúa þessa máltíð og féll hún vel í kramið hjá fjölskyldunni!

Þetta er ekki flókið!

einfaldur kvöldmatur

„KFC Twister“ á hraðferð

6 stykki

 • 6 x stórar mjúkar vefjur
 • 35-40 stykki Ali kjúklingafranskar
 • Blaðsalat
 • Tómatsneiðar
 • 200 g majónes
 • 1 msk. svartur pipar
 • 2 tsk. sítrónusafi
 • Franskar í ofni sem meðlæti
 1. Hitið ofninn samkvæmt leiðbeiningum á poka og hitið kjúklingafranskar og kartöflufranskar þannig að hvorutveggja verði tilbúið á sama tíma.
 2. Skerið á meðan kálið og tómatana og takið til vefjurnar (hitið sé þess óskað).
 3. Hrærið saman majónesi, pipar og sítrónusafa og geymið í kæli fram að notkun.
 4. Raðið vefjunni síðan saman: Vefja, piparmajónes, grænmeti, kjúklingafranskar og njótið!
kjúklingafranskar í kjúklingavefju

Um daginn óskaði ég eftir hugmyndum frá ykkur og margir óskuðu eftir fljótlegum kvöldmataruppskriftum svo hér hafið þið sannarlega eina slíka!

fljótlegur kvöldmatur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun