Íslenskar pönnukökur



bestu pönnukökurnar

Ég hef bakað ömmupönnsur ótal oft í gegnum tíðina. Eins og gengur og gerist síðan með uppskriftir þá betrumbætir maður þær á leiðinni og hér er ég búin að mastera hina fullkomnu pönnukökuuppskrift að mínu mati!

pönnukökur uppskrift

Í gær komu systkini hans Hemma í kaffi og ég bakaði vænan bunka af pönnukökum sem ég ákvað að mynda upp á nýtt og setja inn betrumbættu uppskriftina hingað fyrir ykkur í framhaldinu.

íslenskar pönnukökur uppskrift

Ég elska upprúllaðar, volgar pönnsur með nóg af sykri en einnig þykja mér þær góðar með jarðarberjasultu og rjóma. Minnsta mín setur Nutella, sykur og rjóma eða bara upprúllaðar með sykri svo það er allur gangur á þessu. Ég mæli því með að hafa bara nokkrar tegundir af sultu, súkkulaði, sykur og rjóma því þá ættu allir að finna sitt uppáhald!

pönnukökur með sultu og rjóma

Íslenskar pönnukökur uppskrift

Uppskrift dugar í um 25 stykki

  • 400 g hveiti
  • 40 g sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 900 ml nýmjólk
  • 100 g brætt smjör
  • 4 egg (pískuð)
  • 3 tsk. vanilludropar
  1. Hrærið  hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti saman í skál.
  2. Blandið um ¾ af mjólkinni saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
  3. Bætið þá bræddu smjöri, eggjum og vanilludopum út í og hrærið áfram vel, skafið niður á milli.
  4. Að lokum má svo setja restina af mjólkinni saman við og hræra vel.
  5. Steikið síðan þunnar kökur á pönnukökupönnu, gott að setja smá smjör á pönnuna reglulega en ekki nauðsynlegt.
pönnukökur eins og amma gerir

Njótið og munið að allir dagar geta verið pönnukökudagar!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun