Veislufugl



⌑ Samstarf ⌑
Heill kjúklingur í ofni

Ég var að prófa að elda þennan fugl í fyrsta skipti og almáttugur hvað hann er djúsí og góður! Algjör lúxus kjúklingur að mínu mati! Að setja fyllinguna inn í hann fyrir eldun gefur gott bragð og verður hann extra mjúkur líka fyrir vikið en fyllinguna má einnig bera fram sem meðlæti.

hvernig á að elda heilan kjúkling

Eldunin er einföld og kartöflumúsin guðdómleg!

Njótið!

veislufugl á hátíðarborðið

Veislufugl með kartöflumús

Fyrir 4-6 manns

Veislufugl

  • 1 x veislufugl frá Matfugli (um 2,5 kg)
  • Gott kjúklingakrydd að eigin vali
  • 1 hvítlaukur
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Þerrið kjúklinginn og takið fyllinguna úr honum. Klippið gat á endann á henni og sprautið henni aftur inn í kjúklinginn án plastsins.
  3. Kryddið fuglinn vel með góðu kjúklingakryddi og setjið í ofnskúffu/eldfast mót.
  4. Skerið hvítlaukinn í tvennt (þvert) og leggið í fatið.
  5. Eldið við 200° í 20 mínútur, lækkið hitann í 150° og eldið áfram í um 80 mínútur eða þar til kjarnhiti nær 72°.
  6. Hvílið kjúklinginn í um 15 mínútur áður en þið skerið í hann.
  7. Á meðan fuglinn eldast má útbúa kartöflumús, sósu og salat.

Kartöflumús uppskrift

  • Um 1 kg bökunarkartöflur (4-5 stk)
  • 20 g smjör
  • 40 g rifinn Grettir (ostur)
  • 150 ml nýmjólk
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  1. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga, sjóðið þar til mjúkir í gegn.
  2. Setjið í hrærivélina (eða stappið með kartöflustappara), bætið smjöri og osti saman við og síðan mjólk og kryddum.

Sveppasósa uppskrift

  • 50 g smjör
  • 200 g kastaníusveppir
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • 1 x piparostur (rifinn)
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. nautakraftur
  • Salt eftir smekk
  1. Steikið sveppina við meðalhita þar til þeir verða mjúkir og ilma vel.
  2. Bætið hvítlauknum saman við og kryddið eftir smekk.
  3. Hellið næst rjóma og piparosti yfir allt og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
  4. Leyfið að malla á meðan kjúklingurinn eldast.

Salat

  • 1 poki veislusalat
  • 1 x mangó
  • 4-6 jarðarber
  • Fetaostur eftir smekk
  • Salatblanda (fræ) um ½ poki
  1. Skerið mangó og jarðarber niður og blandið öllu saman.
Veislufugl frá Matfugli

Mæli með að þið prófið þessa uppskrift næst þegar þið viljið gera vel við ykkur.

heill eldaður kjúklingur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun