Sous Vide kalkúnabringa



⌑ Samstarf ⌑
kalkúnabringa

Ef þið viljið gera kalkúnabringu upp á 10 á einfaldasta máta sem hægt er að hugsa sér, leitið þá ekki lengra! Þessi foreldaða, Sous Vide kalkúnabringa er algjör SNILLD, ég hefði aldrei trúað því að hún væri svona bragðgóð og mjúk fyrr en ég prófaði. Það þarf því engan meistarakokk lengur til að útbúa hina fullkomnu kalkúnamáltíð, það geta allir gert þessa!

sous vide kalkúnabringa

Gott meðlæti skiptir síðan miklu máli og hér reyndi ég að halda því í takt við bringuna, einföldu og góðu!

Myndband sem sýnir hversu einfalt þetta er!

hvernig á að elda kalkúnabringu

Sous Vide kalkúnabringa og meðlæti

Fyrir 4-5 manns

Ofnbakað grænmeti

  • Um 800 g sætar kartöflur
  • Um 500 g rósakál
  • Um 80 g pekanhnetur
  • Um 40 g þurrkuð trönuber
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Ólífuolía
  • Hlynsýróp
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið og skerið sætu kartöflurnar í teninga.
  3. Snyrtið rósakálið og skerið til helminga.
  4. Veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
  5. Bakið í um 30 mínútur og veltið 1-2 x á meðan.
  6. Takið út, bætið pekanhnetum og trönuberjum saman við og bakið áfram í um 5 mínútur.
  7. Setjið á fat og setjið smá hlynsýróp yfir allt saman.
  8. Á meðan grænmetið er í ofninum má útbúa sósuna og undirbúa kalkúnabringuna.

Sous Vide kalkúnabringa

  • 1 stk. Sous Vide kalkúnabringa frá Ali
  • Smjör til steikingar
  1. Látið sjóðandi vatn renna í vaskinn og komið pokanum með kalkúnabringunni þar fyrir og leyfið að liggja í um 15 mínútur (til að hita hana aðeins).
  2. Takið bringuna næst úr plastinu og bræðið væna klípu af smjöri á pönnu, steikið hana skamma stund á öllum hliðum.
  3. Skerið í þunnar sneiðar um leið og hún er borin á borð.

Sveppasósa uppskrift

  • 250 g sveppir
  • 70 g smjör
  • 500 ml rjómi
  • 150 g rjómaostur með pipar
  • 1-2 tsk. Dijon sinnep (eftir smekk)
  • 1 msk. sveppakraftur (fljótandi)
  • 1 msk. nauta- eða kalkúnakraftur (fljótandi)
  • 1-2 tsk. rifsberjahlaup
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Sósulitur (ef vill)
  1. Skerið sveppina í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið eftir smekk.
  2. Bætið rjóma og rjómaosti í pottinn og pískið saman þar til kekkjalaust.
  3. Leyfið sósunni að malla á meðan grænmetið bakast og bætið krafti, sinnepi, rifsberjahlaupi og sósulit saman við. Kryddið eftir smekk.
kalkúnabringa frá Ali

Sous Vide kalkúnabringan er nýjung frá Ali og mæli ég með því að allir prófi þessa snilld!

kalkúnabringa og meðlæti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun