Páskabrownie í pönnu



⌑ Samstarf ⌑
Fullkominn eftirréttur fyrir páskana

Í dag er akkúrat vika í Páskadag. Það er því ekki seinna að vænna en að byrja að huga að einhverju góðgæti til að dúlla sér við á næstu dögum. Hér er á ferðinni risa brownie kaka í pönnu sem er fullkominn eftirréttur til að deila á páskunum.

Kaka með súkkulaðieggjum

Það er fátt betra en volg kaka með ís og sósu, namm!

Brownie með páskaeggjum

Mmmm þessi er sko góð!

Risa smákaka í pönnu

Páskabrownie í pönnu

  • 220 g smjör við stofuhita
  • 150 g púðursykur
  • 60 g sykur
  • 130 g brætt dökkt súkkulaði
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 250 g hveiti
  • 20 g Cadbury bökunarkakó
  • ½ tsk. salt
  • 300 g Cadbury Mini Eggs (söxuð gróft)
  1. Hitið ofninn í 170°C.
  2. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
  3. Bræðið súkkulaðið og blandið því saman við smjörblönduna ásamt vanilludropunum.
  4. Bætið eggjunum út í, einu í einu og skafið niður á milli.
  5. Blandið saman hveiti, bökunarkakó og salti og setjið saman við, skafið niður á milli.
  6. Að lokum má setja um ½ af súkkulaðieggjunum út í deigið, smyrja eldfasta pönnu, mót eða bökunarform vel með smjöri og jafna deigið þar í.
  7. Restinni af súkkulaðieggjunum má strá yfir deigið og baka síðan kökuna í um 30 mínútur.
  8. Best er að bera kökuna fram volga með ís eða rjóma.
Brownie með cadbury súkkulaðieggjum fyrir páskana

Ég elska Cadbury súkkulaðieggin, það er svo gott í þeim súkkulaðið og „skurnið“ er svo fullkomið á þykkt.

Páskakaka í pönnu, fljótleg og einföld kaka

Það má bera kökuna fram með ís eða þeyttum rjóma, ég myndi segja að bæði væri betra, haha!

Páksar eftirréttur og kökur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun