Banana- og kanilmöffinsbananabrauð uppskrift

Þegar brúnir bananar liggja í ávaxtaskálinni hjá okkur kallar það yfirleitt á bakstur! Ég hef ekki í mér að henda þeim og hef ekki góða reynslu af því að frysta brúna banana, haha!

kanil möffins

Ég kom úr smá fríi um miðjan september og við tók heil helgi með stelpunum mínum þar sem aldrei þessu vant var ekki mikið um að vera. Hemmi var í golfferð svo við bökuðum báða morgnana og höfðum það huggulegt hér heima alla helgina. Hulda Sif, mín yngsta sá um þessa möffinsgerð og verð ég að segja að þetta eru ekta haustkökur sem voru dásamlega góðar.

banana og kanilmöffins

Banana- og kanilmöffins

12 stykki

Möffinskökur

 • 280 g hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 1 tsk. kanill
 • 180 g sykur
 • 2 egg
 • 100 ml ljós matarolía
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 2 meðalstórir vel þroskaðir bananar (stappaðir)
 1. Hitið ofninn í 175°C og setjið pappaform í bollaköku álform (12 stk).
 2. Hrærið hveiti, matarsóda, salti og kanil saman í skál og geymið.
 3. Þeytið sykur og egg saman í hrærivélinni þar til létt og ljós blanda myndast.
 4. Bætið þá matarolíu, vanilludropum og stöppuðum banönum saman við og loks restinni af þurrefnunum í skömmtum, skafið niður á milli.
 5. Skiptið niður í bollakökuformin og bakið í 16-18 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum, ekki blautu deigi.
 6. Kælið stutta stund á grind og dýfið næst í smjör og kanilsykur (sjá hér að neðan).

Smjör- og kaniltoppur

 • 60 g brætt smjör
 • Kanilsykur (70 g sykur + 1 tsk. kanill)

1.      Dýfið toppnum á hverri köku stutt í bráðið smjörið og veltið næst upp úr kanilsykrinum.

haustbakstur uppskriftir

Við dýfðum ekki öllum í smjör og kanilsykur og þær voru líkari bananabrauði svo þið getið auðvitað sleppt því að setja sykurinn á ef þið viljið, bæði var betra!

Hvað á að baka?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun