Kjúklingalundir á pastabeði



⌑ Samstarf ⌑
kjúklingalundir

Um daginn var ég að gramsa í gömlum uppskriftum í skúffunni og rakst á bækling sem er rúmlega tuttugu ára gamall frá Jóa Fel. Þar eru nokkrar uppskriftir og þessi kjúklingaréttur er einn af þeim sem ég eldaði reglulega þegar við Hemmi vorum að byrja að búa. Ég elskaði að prófa nýjar uppskriftir þegar ég fékk loks mitt eigið eldhús og ég skil ekki hvernig ég gat gleymt þessari dásamlegu uppskrift í svona langan tíma!

tagliatelle kjúklingur

Það er ákveðin lúxus áferð sem myndast á sósuna með því að blanda þeytta rjómanum saman við og þessi samsetning, pasta, sveppir, rjómi og kjúklingur er eitthvað sem getur ekki klikkað!

rjómalagað kjúklingapasta

Kjúklingalundir á pastabeði

Fyrir 4-5 manns

  • 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
  • 500 g sveppir (blandaðir)
  • 3 x skallott laukur (smátt saxaður)
  • 3 x hvítlauksrif (rifin)
  • 70 g smjör
  • 400 ml rjómi
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • 3 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. fljótandi nautakraftur
  • 3 msk. söxuð steinselja
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt + pipar + hvítlauksduft
  • 12 hreiður DeCecco tagliatelle
  1. Byrjið á því að skera niður sveppina og taka allt hráefni til.
  2. Næst má hita ofninn í 190°C og snöggsteikja lundirnar, rétt til að brúna þær á öllum hliðum, upp úr olíu og smá smjöri, kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar í eldfast mót og í ofninn í 15 mínútur, sjóðið pastað á meðan.
  3. Steikið einnig á meðan sveppi, lauk og hvítlauk upp úr 70 g af smjöri við meðalháan hita þar til þeir mýkjast og safinn gufar upp, færið þá næst yfir á disk.
  4. Hellið 400 ml af rjóma á pönnuna, hækkið hitann og leyfið rjómanum að sjóða niður, bætið kjötkrafti saman við.
  5. Þegar sósan fer aðeins að þykkna má bæta steinselju, sítrónusafa og 250 ml af léttþeyttum rjóma saman og bæta síðan sveppunum aftur á pönnuna, blandið varlega saman.
  6. Berið réttinn síðan fram með því að setja pasta á disk, hella vel af sósu og sveppum yfir og setja kjúklinginn ofan á, njótið með góðu hvítvíni.
rose poultry kjúklingalundir

Þessi réttur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Ég blandaði saman kastaníusveppum, portobello go klassískum sveppum en bragðið sem þeir gefa frá sér er dásamlegt.

muga hvítvín með kjúklingnum

Það passar fullkomlega að njóta hans með góðu hvítvíni!

tagliatelle og rjómi

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun