Kjúklingasalat með sesamdressingu⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingasalat uppskrift

Ég elska asískan mat, núðlur, steikt grjón, dumplings og allt þar á milli! Ég er lengi búin að ætla að prófa að útbúa svona krönsí salat með asískri dressingu og almáttugur hér er ein risa skál af undurljúffengri hollustu sem þið verðið að prófa!

krönsí kjúklingasalat

Ég elska að hafa vel af dressingu en hér má auðvitað setja hluta saman við allt salatið og síðan getur hver og einn skammtað sér aukalega eftir smekk.

Hollur kvöldmatur uppskrift

Kjúklingasalat með sesamdressingu

Fyrir um 4 manns

Kjúklingasalat uppskrift

 • 1 pakki Rodizo grillað lærakjöt frá Ali (fulleldað)
 • 200 g hvítkál
 • 150 g rauðkál
 • 100 g romaine salat/annað svipað
 • 4 stórar gulrætur
 • 180 g edamame baunir (frosnar)
 • ½ rauðlaukur
 • 160 g stökkar núðlur (2 x instant pakki)
 • 100 g kasjúhnetur (brot)
 •  2 msk. ristuð sesamfræ
 • Ólífuolía til steikingar
 • Sesamdressing (sjá uppskrift að neðan)
 1. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu við meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið, leggið til hliðar.
 2. Skerið hvítkál, rauðkál og romaine salat í þunna strimla.
 3. Rífið gulræturnar með grófu rifjárni og skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar.
 4. Sjóðið vatn og hellið yfir edamame baunirnar í skál svo þær þekist sjóðandi vatni. Látið standa í 2-3 mínútur og hellið þá vatninu af og geymið baunirnar.
 5. Þurrristið sesamfræ bæði fyrir salat og dressingu þar til þau byrja að „poppast“ og hellið þá í skál.
 6. Brjótið núðlurnar vel niður og þurrristið á pönnu með kasjúhnetunum. Hristið og hrærið vel allan tímann og takið af pönnunni þegar núðlur og hnetur byrja að brúnast. Bætið 2 msk. af ristuðum sesamfræjum við núðlublönduna og geymið.
 7. Setjið næst öll hráefni í stóra skál, hellið dressingunni yfir og blandið vel saman.
 8. Ef það á ekki að borða salatið strax má bíða með að setja bæði dressingu og núðlublöndu saman við.

Sesamdressing uppskrift

 • 80 ml hvítvínsedik
 • 140 ml ólífuolía
 • 50 ml sesamolía
 • 50 ml soya sósa
 • 50 ml hunang
 • 2 msk. ristuð sesamfræ
 • 2 tsk. rifið engifer
 • 3 tsk. rifinn hvítlaukur
 1. Setjið allt saman í skál og pískið saman, geymið í kæli fram að notkun.
tilbúinn kjúklingur frá Ali í salatið

Með tilbúna kjúklingnum frá Ali verður þetta allt svo miklu fljótlegra og ekki skemmir fyrir hvað þessi kjúklingur er fullkomlega eldaður og bragðgóður!

Hollt kjúklingasalat uppskrift

Mmmm………þetta var svo brakandi ferskt og gott!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun