Rjómalagaður kartöfluréttur með skinku og blaðlauk⌑ Samstarf ⌑
góður réttur í ofni

Um daginn var ég að leita af einni gamalli uppskrift í skúffunni og ákvað í leiðinni að taka aðeins til í eldgömlum útprentuðum blöðum og úrklippum. Þar rakst ég á nokkrar sem ég prentaði eflaust út fyrir tuttugu árum og er aðeins búin að vera í nostalgíukasti að setja hingað inn.

Broste matarstell

Hér kemur ein úr því safni en á útprentaða blaðinu stendur „Kartöfluréttur Pascolo fjölskyldunnar“ svo ég eigna mér alls ekki heiðurinn af þessari uppskrift heldur tók hana og breytti örlítið eftir mínu höfði svo gjörið þið svo vel!

Sælkera salt

Lie Gourmet vörurnar frá Húsgagnahöllinni eru æðislegar, bæði algjör gæðavara og mjög sniðugar til þess að gefa í gjafir. Ég notaði þetta salt hérna á milli laga í kartöfluréttinum.

Rjómalagaður kartöfluréttur með skinku og blaðlauk

Fyrir um 4 manns

 • 1 kg kartöflur
 • ½ blaðlaukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 200 g hunangsskinka
 • Um 200 g rifinn ostur
 • 350 ml rjómi
 • Lie Gourmet salt með svörtum og hvítum pipar
 • Smjör og ólífuolía til steikingar
 1. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í þunnar sneiðar (2-4 mm), leggið til hliðar.
 2. Hitið ofninn í 200°C.
 3. Skerið blaðlaukinn smátt og steikið upp úr blöndu af smjöri og olíu ásamt hvítlauknum þar til blandan mýkist, kryddið eftur smekk.
 4. Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og raðið í fatið í eftirfarandi röð: kartöflulag, laukblanda, skinka, ostur, krydd…..endurtakið þar til formið er nánast fullt.
 5. Hellið þá rjómanum varlega yfir og stráið smá osti yfir í lokin aftur.
 6. Setjið í ofninn í 40-45 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn.
kartöfluréttur

Það var að koma svo undurfalleg ný lína frá Broste í uppáhalds Húsgagnahöllina, mæli með að þið kíkið á hana! Hér fyrir neðan er linkur á hluta af þeim vörum sem þið sjáið í færslunni en diskamottan, brettið og viskastykkið fást þar líka.

Broste Vig pottur með loki

Broste Nordic Vanilla skál (til í mismunandi stærðum)

Broste Nordic Vanilla diskur

fallegt matarstell

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun