Já krakkar mínir, það er alltaf eitthvað nýtt undir uppskriftasólinni, það nokkuð er ljóst! Við vinkonurnar vorum að spjalla í húsmæðraorlofi í Eyjum í vor og þar sagði Þórunn vinkona mér frá þessari og ég hef haft hana á óskalistanum mínum síðan!

Það er hefð í fjölskyldunni hennar að bjóða upp á þessar dásamlegu tartalettur á einhverjum tímapunkti yfir hátíðirnar og að sjálfsögðu yfirheyrði ég hana með uppskrift og vona ég hafi náð að leika hana vel eftir.

Humar tartalettur með þeyttri kokteilsósu
20 stykki
Tartalettur uppskrift
- 20 stk. tartalettuform
- Aspas í dós (um 400 g)
- Um 700 g skelflettur humar
- 2 hvítlauksrif
- 2 msk. steinselja
- 70 g smjör
- Salt, pipar og hvítlauksduft
- Affrystið, skolið og þerrið humarinn.
- Hitið ofninn í 200°C.
- Steikið humarinn upp úr smjöri, hvítlauk, steinselju og kryddið eftir smekk. Steikið hann við meðalháan hita í skamma stund því hann mun klára eldun í ofninum.
- Hrærið humri og aspas saman í skál og skiptið niður í tartalettuformin.
- Bakið í ofni í um 8 mínútur og útbúið kokteilsósuna á meðan.
Þeytt kokteilsósa
- 250 g Hellmann‘s majónes
- 3 msk. tómatsósa
- 1 msk. sætt sinnep
- 2 msk. HP sósa
- 250 ml þeyttur rjómi
- Pískið allt nema þeytta rjómann saman í skál þar til vel blandað.
- Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleikju.
- Setjið væna matskeið af kokteilsósu yfir hverja tartalettu og toppið með smá steinselju og pipar.

Ég gaf þessa uppskrift í Jólablað Húsgagnahallarinnar á dögunum og nú fær hún óveðskuldaða athygli ein og sér hér í þessari færslu eins og hún á vel skilið!
