Ítölsk brauðterta



⌑ Samstarf ⌑
Brauðterta uppskrift

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er á morgun og margir sem fagna með því að bjóða heim í kaffi eftir hátíðarhöld. Við erum alltaf með kaffi hér heima fyrir gesti og gangandi og ef brauðterta smellpassar ekki á slíkt hlaðborð þá veit ég ekki hvað!

einföld brauðterta

Ég leiddi hugann að því að gera brauðtertu í meira íslenskum stíl en þar sem það er sumar og maður meira til í eitthvað sumarlegt og freistandi varð ég fyrir ítölskum áhrifum, enda alltaf að hugsa um Ítalíureisuna góðu, sama hvenær hún verður síðan farin, haha!

Góð brauðterta með eggjum

Lukka vinkona mín gerði útfærslu af ítalskri brauðtertu í bókinni Saumaklúbburinn og ég ákvað því að spreyta mig á einhverju í svipuðum dúr nema reyna að einfalda þetta eins og hægt er. Að nota rúllutertubrauð er alltaf einföld lausn þegar gera á brauðtertu og það er líka gott að skera slíka í sneiðar.

góð brauðterta

Ítölsk brauðterta

  • 1 fínt rúllutertubrauð
  • 6 harðsoðin egg
  • 100 g mozzarellakúlur með basilíku + skraut
  • 120 g piccolo tómatar + skraut
  • 80 g hráskinka + skraut
  • 50 g salami + skraut
  • 2 msk. basilíka + skraut
  • 200 g Hellmann‘s majónes + skraut
  • 50 g sýrður rjómi
  • 2 msk. basilpestó
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • Klettasalat
  • Parmesanostur
  1. Skerið egg, mozzarellakúlur, tómata, hráskinku og salami smátt niður, setjið í skál.
  2. Saxið basilíkuna og blandið saman við ásamt majónesi, sýrðum rjóma, pestó og kryddum.
  3. Hrærið varlega með sleikju og smyrjið blöndunni síðan jafnt yfir rúllutertubrauðið og rúllið varlega upp.
  4. Smyrjið brauðið að utan með þunnu lagi af majónesi og skreytið með klettasalati, hráskinkusneiðum, mozzarellakúlum, salamirósum , tómötum, basilíku og parmesan.
  5. Salamirósir: Takið 1 sneið í tvo hluta og rúllið þeim utan um hvorn annan, skerið síðan aðeins neðan af til að stytta.
Hellmann's majónes í brauðtertuna

Hellmann’s klikkar ekki frekar en fyrri daginn!

Brauðterta fyrir þjóðhátíðardaginn

Mmmm….

brauðterta með hráskinku

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun