Sætsterkur kjúlli



⌑ Samstarf ⌑
Hollur kvöldmatur hugmynd

Um daginn sá ég Sólrúnu Diego gera kjúklingarétt í svipuðum dúr og ég gat ekki hætt að hugsa um útfærslu af slíkum svo hér er hún komin!

Kjúklingur í kvöldmatinn

Það er hrikalega gott að hafa saxaðar Wasabi hnetur og chilimajó yfir svona dásemd. Ég elska bakaðar sætar kartöflur og síðan var þessi karamellíseraði laukur alveg til að toppa þetta!

Hugmyndir af hollum kvöldmat

Sætsterkur kjúklingaréttur

Fyrir um 4 manns

Bakaðar sætar kartöflur

  • Um 900 g sætar kartöflur
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • 3 msk. ólífuolía
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið niður í teninga.
  3. Veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
  4. Bakið í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar mýkjast. 

Kjúklingur

  • 4 stk. kjúklingabringur
  • 100 g sweet chili sósa
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Ólífuolía til steikingar
  1. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu.
  2. Kryddið eftir smekk og hellið sweet chili sósunni yfir í lokin, lækkið hitann alveg niður og haldið heitu á meðan annað er undirbúið.

Karamellíseraður laukur

  • 3 x laukur
  • 50 g púðursykur
  • 20 g smjör
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  1. Skerið laukinn í þunnar sneiðar
  2. Steikið upp úr smjöri og ólífuolíu þar til laukurinn fer að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
  3. Bætið þá sykrinum á pönnuna og leyfið að malla við vægan hita þar til annað er tilbúið.

Chillisósa

  • 200 g Hellmann‘s Light majónes
  • 150 g sýrður rjómi
  • 100 g Sweet chili sósa
  • 2 msk. hunang
  1. Pískið allt saman þar til kekkjalaust og geymið í kæli fram að notkun.

Wasabi toppur

  1. Raðið saman kartöflum, kjúklingi og lauki. Setjið vel af Chillisósu yfir allt og toppið með söxuðum Wasabi hnetum.
Hellmann's light majónes í sósuna

Það má sannarlega gera máltíðina hollari með Hellmann’s Light eða Lighter than light majónesinu og því get ég lofað að þið finnið ekki einu sinni muninn í þessu tilfelli!

Kjúklingaréttur með sætum kartöflum

Mmm….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun