Bláberja pavlovur með fílakaramellusósu⌑ Samstarf ⌑
Pavlova með sósu

Dálæti mitt á marengs mun engan endi taka, það er einfaldlega hægt að útbúa endalaust góðgæti með marengs og rjóma!

Marengsterta með rjóma og fílakaramellusósu

Ég elska að útbúa litlar pavlovur og hef gert ótal útfærslur af slíkum. Það er svona „go to“ eftirréttur þegar ég vill vera viss um að allir eigi eftir að elska hann.

Góður marengs

Bláberja pavlovur með fílakaramellukremi

8-10 stykki

Pavlovur

 • 3 eggjahvítur
 • 200 g púðursykur
 • 1 tsk. hvítvínsedik
 1. Hitið ofninn í 150°C.
 2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.
 3. Bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli.
 4. Þegar blandan er orðin stífþeytt má bæta edikinu saman við og hræra stutta stund til viðbótar.
 5. Sprautið marengs úr zip-lock poka eða notið tvær matskeiðar til að skipta niður í 8-10 pavlovur.
 6. Takið síðan bakhlið á teskeið og mótið nokkurs konar holu í miðjunni til þess að betra sé að sprauta rjómanum ofan í eftir bakstur.
 7. Bakið í 25 mínútur og leyfið að kólna niður með ofninum.
 8. Fyllið með rjóma, setjið fílakaramellusósu yfir og skreytið með bláberjum og söxuðu Toblerone.

Fílakaramellusósa

 • 100 g Fílakaramellur (10 stk)
 • 70 ml rjómi
 1. Bræðið saman þar til slétt sósa hefur myndast.
 2. Leyfið sósunni að kólna aðeins niður og ná stofuhita áður en þið setjið yfir rjómann.

Fylling og skreyting

 • 500 ml þeyttur rjómi
 • Um 300 g Driscolls bláber
 • 70 g saxað Toblerone
 1. Sprautið vel af rjóma ofan á hverja pavlovu.
 2. Setjið fílakaramellusósu yfir rjómann og næst saxað Toblerone og bláber.
 3. Geymið í kæli fram að notkun.
Driscolls bláber á marengsinn

Fílakaramellur eru síðan brjálæðislega góðar í sósu og þessi undursamlegu bláber fara vel með henni!

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun