Humarpylsur



⌑ Samstarf ⌑
Humar uppskriftahugmynd

Eftir allt kjötátið undanfarið er þessi réttur algjörlega FULLKOMINN! Ég var upphaflega á leiðinni að gera allt aðra humarpælingu hingað inn fyrir ykkur en svona fór um sjóferð þá og hún mun bíða betri tíma, hahaha! Það er samt alltaf skemmtilegast þegar uppskriftapælingar taka U-beygju og þá sérlega þegar þær enda í einhverri svona dúndurdásemd!

Humar í brauði eða lobster rolls

Humarpylsur var það fyrsta sem kom upp í hugann en auðvitað mætti þetta heita „Humar í brauði“ eða einhverju fallegra nafni sem sæmir humri betur, tíhí!

Gúrme humarpylsa

Það sem er skemmtilegast við þessa uppskrift er samt það að það tekur svipaðan tíma að græja hana og að sjóða venjulegar pylsur, no joke! Það þarf bara að píska í sósu og steikja brauð og humar í nokkrar mínútur, voila!

Humar uppskrift

Humarpylsur

5 stykki

  • 5 pylsubrauð
  • Um 700 g skelflettur humar
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 msk. söxuð steinselja
  • Salt og pipar
  • Smjör til steikingar
  • Klettasalat
  • Graslaukur
  • Hvítlaukssósa (sjá uppskrift hér að neðan)
  1. Útbúið hvítlaukssósuna og geymið í kæli fram að notkun.
  2. Losið pylsubrauðin í sundur og steikið á báðum hliðum upp úr smjöri, leggið á disk.
  3. Bætið smjöri á pönnuna ásamt humri, hvítlauk, steinselju og kryddum, steikið stutta stund þar til humarinn er tilbúinn (fer að krullast upp).
  4. Smyrjið brauðið að innan með hvítlaukssósu, setjið þá klettasalat og humar ofan á, síðan meira af sósu og saxaðan graslauk.

Hvítlaukssósa

  • 150 g Hellmann‘s majónes
  • 50 g sýrður rjómi
  • 2 rifin hvítlauksrif
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. söxuð steinselja
  • 1 msk. hunang
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Pískið allt saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
Hvítlaukssósa með Hellmann's majónesi

Nóg af heimagerðri hvítlaukssósu er lykilatriði í þennan rétt, nammi, namm!

Humarpylsa

Klárlega nýja uppáhalds „pylsan“ mín!

Hvítlauksristaður humar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun