Skonsubrauðterta með hangikjötssalati⌑ Samstarf ⌑
hangikjötssalat

Já, kallið mig bara ömmu núna! Hér er nostalgían í öllu sínu veldi enda er líka Covid, það eru að koma jól og það er allt leyfilegt í eldhúsinu! Ekki skemmir síðan fyrir hvað það er ofureinfalt að útbúa þessa tertu!

Brauðterta með hangikjötssalati

Það virðast allir elska brauðtertur, en allt of fáir sem eru að útbúa þær. Hér kemur því ein klassísk snilld sem vert er að bjóða upp á yfir hátíðirnar. Þeir sem þessa fengu að smakka voru allir á einu máli á að hún væri fullkomin. Gummi frændi sagði þetta meira að segja bestu brauðtertu sem hann hefði smakkað!

Skonsubrauðterta með hangikjöti

Mig langaði svo að prófa að útbúa brauðtertu úr skonsum en hangikjötssalat er einmitt oft borið fram með slíku brauði. Þær er hægt að baka skonsur sjálfur en ég fór á stúfana og komst að því að hægt væri að sérpanta þær heilar hjá Ömmubakstri og sækja til þeirra á Lynghálsinn svo ég var ekki lengi að því. Keypti meira að segja 2 x 5 skonsur og ætla bara að eiga hinar í frystinum fyrir næstu tilraunagerð, hahaha!

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Það eru margir sem eru með hangikjöt á boðstólnum yfir hátíðirnar svo það er tilvalið að nýta afganginn af því kjöti í svona dýrindis tertu! Það er þó að sjálfsögðu líka í fínu lagi að kaupa bara nokkur bréf af hangikjötssneiðum fyrir svona fínheit.

Hátíðarbrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati uppskrift

 • 5 heilar skonsur
 • 350 g hangikjöt
 • 270 g Hellmann‘s majónes
 • 1 dós Ora baunir og gulrætur
 • 5 harðsoðin egg
 • Pipar + Aromat
 1. Skerið hangikjötið niður í litla bita.
 2. Skerið eggin niður í eggjaskera á tvo vegu í stóra skál (eða skerið niður með hníf).
 3. Bætið hangikjöti og baunum/gulrótum saman við (látið allt vatn fyrst renna úr dósinni).
 4. Setjið næst Hellmann‘s majónes í skálina og veltið öllu varlega saman með sleif og kryddið til með pipar og Aromat kryddi.
 5. Raðið tertunni saman með því að setja skonsu á fallegan disk og salat ofan á. Síðan endurtakið þið leikinn nokkrum sinnum og setjið að lokum restina af salatinu ofan á efstu skonsuna. Best er að hafa skonsurnar hálf-frosnar þegar þetta er gert.
 6. Fallegt er síðan að nota þunnt skorið hangikjöt, harðsoðin egg og steinselju til skrauts.
Hellmanns majónes

Það er í það minnsta hver einasti biti af þessari brauðtertu horfinn á þessu heimili svo ætli það verði ekki gerð önnur fljótlega!

Brauðterta með hangikjötssalati

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun