Ég ELSKA Burrata ost! Hann er eins og Mozzarella nema með rjómaostafyllingu ef ég á að reyna að útskýra þetta einhvern vegin, svo mjúkur og góður og æðislegur á alls konar!

Mmmmm, svo gott!
Hér höfum við skemmtilegt flatbrauð/pizzu með fersku góðgæti ásamt rifnum burrata osti. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu og ég mæli sannarlega með því að þið prófið!

Pizza með burrata
Fyrir 2-3 manns
- 1 kúla pizzadeig (skipt í tvennt)
- 4-6 msk. grænt pestó
- 6-8 sneiðar Heirloom tómatar
- 1 avókadó (niðurskorið)
- 2 lúkur klettasalat
- 4-6 sneiðar hráskinka
- 2 Burrata kúlur frá MS Gott í matinn
- Furuhnetur
- Basilika
- Salt + pipar
- Balsamic gljái
- Ólífuolía
- Stillið ofninn á 225°C.
- Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta. Ég keypti tilbúna kúlu í bakarí en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða pizzadeig sem er. Teygið deigið til þar til það verður nokkurn vegin sporöskjulaga í laginu og reynið að hafa það í þynnri kantinum.
- Penslið með smá af ólífuolíu og bakið þar til þau gyllast og verða örlítið stökk á köntunum.
- Smyrjið með pestó og raðið síðan tómötum, avókadó, klettasalati og hráskinku á brauðin.
- Næst má taka Burrata ostinn í sundur og raða honum í litlum bitum hér og þar yfir brauðin.
- Að lokum má strá furuhnetum, saxaðri basiliku, salti, pipar og balsamik gljáa yfir allt saman!

Mæli með að þið prófið þessa dásemd!

Mmmm….
