Pizza með burrata⌑ Samstarf ⌑
pizza með burrata

Ég ELSKA Burrata ost! Hann er eins og Mozzarella nema með rjómaostafyllingu ef ég á að reyna að útskýra þetta einhvern vegin, svo mjúkur og góður og æðislegur á alls konar!

burrata ostur á pizzuna

Mmmmm, svo gott!

Hér höfum við skemmtilegt flatbrauð/pizzu með fersku góðgæti ásamt rifnum burrata osti. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu og ég mæli sannarlega með því að þið prófið!

á hvað setur maður burrata ost

Pizza með burrata

Fyrir 2-3 manns

 • 1 kúla pizzadeig (skipt í tvennt)
 • 4-6 msk. grænt pestó
 • 6-8 sneiðar Heirloom tómatar
 • 1 avókadó (niðurskorið)
 • 2 lúkur klettasalat
 • 4-6 sneiðar hráskinka
 • 2 Burrata kúlur frá MS Gott í matinn
 • Furuhnetur
 • Basilika
 • Salt + pipar
 • Balsamic gljái
 • Ólífuolía
 1. Stillið ofninn á 225°C.
 2. Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta. Ég keypti tilbúna kúlu í bakarí en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða pizzadeig sem er. Teygið deigið til þar til það verður nokkurn vegin sporöskjulaga í laginu og reynið að hafa það í þynnri kantinum.
 3. Penslið með smá af ólífuolíu og bakið þar til þau gyllast og verða örlítið stökk á köntunum.
 4. Smyrjið með pestó og raðið síðan tómötum, avókadó, klettasalati og hráskinku á brauðin.
 5. Næst má taka Burrata ostinn í sundur og raða honum í litlum bitum hér og þar yfir brauðin.
 6. Að lokum má strá furuhnetum, saxaðri basiliku, salti, pipar og balsamik gljáa yfir allt saman!
burrata ostur frá Mjólkursamsölunni

Mæli með að þið prófið þessa dásemd!

burrata ostur

Mmmm….

flatbrauð með burrata

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun