Bollakökur með Toblerone bitum
Bollakökur
- Betty Crocker Tempting Chocolate Mix
- 4 egg
- 125ml matarolía
- 230ml vatn
- 2 msk bökunarkakó
- 1 pk Royal súkkulaðibúðingur (duftið)
- 170gr gróft saxað Toblerone
- Blandið saman vatni, olíu og eggjum í hrærivélinni.
- Bætið kökumixinu út í og hrærið á meðalhraða í um 3 mínútur, skafið niður á milli.
- Því næst fer bökunarkakó og búðingsduft í blönduna og hrært stutt stund til viðbótar, aðeins til að blanda.
- Hellið að lokum súkkulaðibitunum saman við og blandið með sleif.
- Skiptið blöndunni niður í um 24 bollakökuform og bakið í 15-20 mín.
Krem
- 300gr flórsykur
- 6 msk bökunarkakó
- 2 tsk vanilludropar
- 5 msk mjólk
- 60gr brætt smjör
- 30gr smátt saxað Toblerone
- Blandið saman flórsykri, kakó vanilludropum og mjólk og hrærið varlega saman. Hellið svo bræddu smjörinu saman við og blandið vel.
- Smyrjið kúfaðri teskeið á hverja köku og stráið söxuðu Toblerone súkkulaði yfir.
Takk fyrir dásamlegt uppskrift. en hvað er hægt að fá svona muffurform?
kv,