Royal karamellubúðingur – lúxusútgáfa



Um daginn vantaði mig ofurfljótlegan eftirrétt fyrir matarboð og var nánast hætt við að útbúa einn slíkan þar sem ég hafði varla nema nokkrar mínútur til verksins. Ég ákvað í skyndi að hræra í karamellu Royalbúðing samkvæmt leiðbeiningum á pakka og saxaði 100gr af Milka Caramel súkkulaði og blandaði saman við.

Búðingnum hellti ég svo í nokkur glös á fæti og kældi á meðan maturinn var útbúinn. Ætli þetta hafi ekki tekið á bilinu 5-10 mínútur í heildina.

Eftir matinn þeytti ég síðan rjóma og sprautaði í hvert glas með hringlaga stút og stakk að lokum súkklaðibita á toppinn til skrauts. Búðingurinn féll vel í kramið og var klárað úr öllum glösum svo það er nokkuð ljóst að eftirréttir þurfa alls ekki að vera flóknir til að vera góðir!

One Reply to “Royal karamellubúðingur – lúxusútgáfa”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun