Fosshótel JökulsárlónHótel nálægt Jökulsárlóni

Þetta undursamlega hótel hýsti okkur hjónin um síðustu helgi þegar við héldum á vit ævintýranna og freistuðum þess að komast á topp Hvannadalshnúks. Þrátt fyrir að hópnum hefði verið snúið við vegna veðurs þegar langt var komið á Hnúkinn var dvölin á hótelinu dásamleg.

Hotel near Jökulsárlón

Hótelið er virkilega fallega innréttað, herbergin töff og maturinn ljúffengur.

Falleg herbergi og útsýni á Fosshótel

Það er svo fallegt að keyra Suðurströndina, endalausir merkilegir staðir til að skoða og Fosshótel Glacier Lagoon á fullkomnum stað áður en haldið er lengra austur, nú eða hreinlega til þess eins að taka þangað bíltúr og njóta umhverfisins á leiðinni!

Gott hótel á Suðurlandi

Við gistum tvær nætur, fengum okkur þriggja rétta máltíð snemma á föstudagskvöldinu til að næra okkur vel fyrir gönguna og mikið sem það var huggulegt að sitja þar og borða og undirbúa sig fyrir ævintýrið.

Humarsúpa á hóteli

Sjávarréttasúpan var ekki bara falleg heldur líka afar bragðgóð.

Hótel á Suðurlandi

Ég fékk mér þennan bakaða ost í forrétt fyrra kvöldið og ég er enn að hugsa um hann! Spurning að taka rúntinn austur aftur aðeins til að gæða sér á þessari dásemd!

Hótel og matur á Íslandi

Þorskurinn var alveg upp á tíu, ég elska að fá góðan fisk á veitingastöðum, namm!

Góður matur á hótel Fosshótel Glacier Lagoon

Heit súkkulaðikaka er eitthvað sem hittir alltaf í mark. Þessi var hins vegar með karamellu, kókos og kókosís til að toppa annars fullkomna köku svo þessi eftirréttur var pantaðu tvö kvöld í röð, tíhíhí!

Hótel í kringum Hvannadalshnúk

Lýsing og hönnun á hótelinu er á heimsklassa, þessi ljósadýrð tekur á móti manni þegar inn er gengið.

Fosshótel Glacier Lagoon

Að geta skellt sér í gufubað og heitan pott er toppurinn á tilverunni eftir góða göngu, svo var æðislegt að sitja í sloppnum í hvíldarherberginu með drykk og slaka á og spjalla.

Hótel með heitum pottum og gufubaði

Ég hugsa ég gæti sett inn endalausar myndir og skrifað hér miklu meira en það eina sem ég get sagt er að sjón er sögu ríkari og ég mæli eindregið með heimsókn á þetta fallega hótel.

Hér er síðan hægt að sjá myndbönd og frekari upplýsingar á Instagram.

Samstarf í formi afsláttar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun