Karamellu Chai te



⌑ Samstarf ⌑
Heitur tiger spice chai drykkur

Nú þegar fyrsta haustlægðin hefur herjað á landið er ekki seinna að vænna en byrja að setja hingað inn heita og ljúffenga drykki! Ég var að prófa Chai te í fyrsta skipti og almáttugur hvað þetta er gott! Þessi heiti bolli færði mig um stund í huganum á kaffihús í U-Village í Seattle þar sem við bjuggum einu sinni og ég fékk sannarlega gott í hjartað við þá tilhugsun, sakna Seattle svoooooo mikið!

Heitur drykkur með rjóma

Karamellu Chai

Uppskrift dugar í  3 bolla/könnur

  • 600 ml nýmjólk
  • 9 msk. Chai Tiger Spice
  • 3 tsk. karamellu íssósa (+ meira til skrauts)
  • 150 ml þeyttur rjómi
  • Hnetukurl
  1. Setjið 3 matskeiðar af Chai Tiger Spice dufti í hvern bolla.
  2. Hitið mjólkina að suðu og hellið jafnt á milli bollanna, hrærið vel í þar til duftið leysist upp.
  3. Hrærið þá um einni teskeið af karamellusósu saman við, setjið vel af þeyttum rjóma í hvern bolla og skreytið með smá karamellusósu og hnetukurli.
Chai te drykkur

Tiger Spice Chai te er eitthvað sem færir ykkur notalegheit og gott bragð í sama bollanum, mæli með! Fyrir okkur sem ekki drekkum formlega kaffi þá er þetta líka algjör snilld.

David Rio Chai te fæst í verslunum Krónunnar.

Karamellu Chai heitur drykkur með rjóma

Mmmm…..ég hlakka til að prófa mig enn frekar áfram með gómsæt Chai te!

Heitur karamelludrykkur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun