Spaghetti með burrata⌑ Samstarf ⌑
einfaldur pastaréttur uppskrift

Ég reyni að kalla fram sumarið með sumarlegum uppskriftum þessa dagana, skulum sjá hvort það takist!

Einnig er ég með æði fyrir burrata osti þessa dagana en þið sem hafið ekki prófað, verðið að gera það!

fljótlegur kvöldmatur uppskrift

Hér erum við með einstaklega einfaldan pastarétt þar sem hver og einn getur stjórnað því sem hann setur ofan á. Mín litla vildi til dæmis ekkert nema smá parmesan á meðan við hin fengum okkur allt, parmesan, balsamik gljáa, auka basiliku og burrata ost! Það má alveg vera heill burrata á mann en hálfur dugði okkur alveg svo þið stýrið því að sjálfsögðu eftir ykkar óskum.

einfalt pasta uppskrift

Spaghetti með burrata

Fyrir 4-5 manns

 • 400 g Dececco spaghetti
 • ½ laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 350 g kirsuberjatómatar
 • 1 dós hakkaðir tómatar frá Hunt‘s með hvítlauk (411 g)
 • 150 g rjómi
 • 3 msk. parmesanostur (+ meira ofan á eftir eldun)
 • 3 msk. söxuð basilika (+ meira til skrauts)
 • Ólífuolía
 • Salt, pipar, laukduft
 • Balsamik gljái
 • 2-4 Burrata ostar
 1. Sjóðið spaghetti í söltu vatni þar til það er al dente.
 2. Saxið laukinn smátt og steikið í nokkrar mínútur upp úr ólífuolíu eða þar til hann mýkist.
 3. Rífið þá hvítlaukinn saman við og steikið áfram ásamt því að hella tómötunum saman við.
 4. Eldið við meðalhita þar til tómatarnir byrja að springa en þá má bæta hökkuðum tómötum í dós og rjóma á pönnuna og leyfa að malla í nokkrar mínútur, krydda til eftir smekk.
 5. Að lokum má bæta 3 msk. af parmesanosti saman við og hræra vel.
 6. Berið fram með burrata osti, balsamik gljáa, rifnum parmesan og ferskri basiliku.
spaghetti réttur

Mmmm…..þennan verð ég að gera aftur fljótlega!

pasta og hvítvín

Kalt og gott hvítvín passar undursamlega með þessu!

spaghetti með burrata

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun