Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfa⌑ Samstarf ⌑
bakaðar gulrætur í ofni með parmesan

Ó þetta var svo góð ídýfa og fullkomið að blanda saman bökuðum gulrótum og góðu Maarud snakki með henni!

heimatilbúin ídýfa með sriracha sósu

Gulræturnar gætu einnig verið notaðar sem meðlæti með einhverjum góðum mat og það sama á við um ídýfuna, hún mætti vera borin fram sem köld sósa.

bakað grænmeti í ofni með parmesan

Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfa

Bakaðar parmesan gulrætur

 • 500 g gulrætur
 • 3 msk. ólífuolía
 • 4 hvítlauksgeirar
 • ½ tsk. paprika
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • Smá pipar
 • 5-6 msk. fínt rifinn parmesan ostur
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Flysjið gulræturnar og skerið þær niður í strimla sem eru svipað langir og sverir og klassískar franskar kartöflur.
 3. Veltið upp úr ólífuolíu, rifnum hvítlauksrifjum og kryddum.
 4. Setjið um helminginn af parmesan ostinum saman við og blandið vel, raðið síðan á bökunarplötu (íklædda bökunarpappír) og stráið restinni af ostinum yfir.
 5. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar í gegn og útbúið ídýfuna á meðan.

Ídýfa uppskrift

 • 1 dós sýrður rjómi (180 g)
 • 1 msk. Tabasco Sriracha sósa
 • 1 msk. lime safi
 • 1 msk. hunang
 • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
 1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
 2. Gott er að bera ídýfuna fram með bökuðu gulrótunum og ljúffengu Maarud snakki.
tabasco sriracha sósa

Tabasco Sriracha sósan rífur í og því er gott að setja smá hunang á móti henni í ídýfuna.

stella bjór

Góður bjór og nasl!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun