Skyrkökur með Nóakroppi⌑ Samstarf ⌑
Góð skyrkaka uppskrift

Það er allt of langt síðan ég gerði skyrköku og eftir að við fengum uppáhalds skyrkökuna okkar í afmæli hjá Stellu litlu frænku um daginn ákvað ég að tími væri kominn fyrir eina slíka.

Sumarið hlýtur að vera handan við hornið og þessi er sannarlega einföld, sumarleg og ljúffeng!

skyrkaka uppskrift

Skyrkökur með Nóakroppi

Uppskrift dugar í 8-10 glös

Botn

 • 150 g kanilkex
 • 100 g Síríus Nóakropp
 • 40 g smjör (brætt)
 1. Setjið kex og Nóakropp í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til áferðin minnir á sand.
 2. Hellið kexblöndunni í skál og bræddu smjöri yfir, blandið vel og skiptið niður í botninn á glösunum, leyfið að kólna niður á meðan annað er undirbúið.

Skyrkaka & skreyting

 • 650 g bláberja- og jarðarberjaskyr
 • 600 ml rjómi
 • Síríus Nóakropp
 1. Stífþeytið rjómann og vefjið skyrinu varlega saman við með sleikju.
 2. Skiptið niður í glösin og sléttið úr.
 3. Toppið með vel af Nóakroppi og kannski líka fersku blómi ef við viljið.
 4. Gott er að kæla skyrkökuna í að minnsta kosti klukkustund áður en hennar er notið.

Mmm…

Einföld skyrkaka uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun