Eitt Sett ískakaHér kemur undursamleg ískaka sem smellpassar fyrir jólin! Þessa uppskrift má finna í kökubæklingi Nóa Síríus sem fæst í næstu matvöruverslun!

Eitt Sett ískaka

Fyrir 10-12 manns
Botn

 • 16 stk. Oreo kexkökur
 • 60 g brætt smjör
 1. Setjið bökunarpappír í botninn og inn á hliðarnar á um 22 cm smelluformi (gott að klippa renning af bökunarpappír og líma innan á hliðina).
 2. Setjið kexið í blandara þar til sandáferð hefur myndast og hellið í skál.
 3. Blandið bræddu smjörinu saman við og setjið í botninn á forminu, þjappið létt niður og aðeins upp á hliðarnar.
 4. Kælið á meðan þið útbúið ísinn.

Ís með lakkrís

 • 5 egg (aðskilin)
 • 100 g púðursykur
 • 2 tsk. vanillusykur
 • 420 ml þeyttur rjómi
 • 150 g Síríus Eitt sett lakkrískurl
 1. Þeytið eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
 2. Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleikju og bætið lakkrískurli saman við.
 3. Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við ísblönduna.
 4. Hellið í kökuformið, plastið og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
 5. Berið fram með heitri lakkríssósu og berjum.

Lakkríssósa og skreyting

 • 1 poki (150 g) Eitt Sett töggur
 • 5 msk. rjómi
 • Jarðarber
 • Rifsber
 • Blæjuber
 • Síríus Eitt sett lakkrískurl
 1. Bræðið Eitt sett töggur og rjóma saman í potti þar til slétt lakkríssósa hefur myndast og leyfið hitanum að rjúka úr.
 2. Skreytið með berjum og bera fram með lakkríssósunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun