Hnetusteik og meðlæti⌑ Samstarf ⌑
Hnetusteik um jólin

Það styttist í hátíðirnar og sumir myndu segja það væri allt of mikið kjöt í boði þennan mánuðinn. Því er gott að koma með tillögur að öðru en slíku og hér er undursamleg hnetusteik sem fæst tilbúin í mismunandi útfærslum og gott meðlæti.

kjötlaus jól

Það getur líka verið að þið séuð að fá grænkera í mat og vitið ekki hvernig þið eigið að snúa ykkur og þá getur verið fullkomið að bjóða upp á hvorutveggja, hnetusteik og það kjöt sem þið almennt bjóðið upp á og samnýta meðlætið eftir fremsta megni.

Hnetusteik og meðlæti

Hnetusteik og meðlæti

Fyrir 4-6 manns

Hnetusteik eldun

 • 1 x hnetusteik frá Móðir náttúru
  Hátíðarhnetusteik eða Wellingon hnetusteik
 1. Eldið hnetusteikina í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Ef þið eldið Wellington steikina má pensla hana fyrst með pískuðu egg.

Sætar kartöflur með hunangi

 • 2 stórar sætar kartöflur
 • 2 x rauðlaukur
 • 4 litlir heilir hvítlaukar (eða nokkur rif)
 • 1 msk. saxað rósmarín
 • Salt + pipar
 • Ólífuolía
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið í munnstóra bita.
 3. Skerið laukinn í sneiðar og blandið hvorutveggja saman í ofnskúffu.
 4. Hellið vel af matarolíu yfir, rósmarín og kryddum eftir smekk, blandið saman og bakið í ofninum í um 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn (snúið nokkrum sinnum).

Rjómalagað rósakál með pekanhnetum

 • 500 g rósakál (ferskt)
 • 1 x laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 20 g smjör
 • 40 g parmesanostur (rifinn)
 • 300 ml rjómi
 • 40 g pekanhnetur
 • Salt og pipar
 1. Byrjið á því að snyrta rósakálið og skera það í tvennt.
 2. Sjóðið það næst í söltu vatni í um 10 mínútur, látið vatnið síðan renna af á meðan þið undirbúið annað.
 3. Hitið ofninn í 180°C.
 4. Skerið laukinn í sneiðar og steikið upp úr smjöri við meðalháan hita þar til hann mýkist, kryddið eftir smekk.
 5. Rífið hvítlaukrifin yfir í lokin og steikið stutta stund, bætið þá rósakálinu á pönnuna og veltið upp úr smjörinu, kryddið aðeins til viðbótar.
 6. Hellið þá rjómanum og parmesanostinum  yfir og hrærið þar til bráðið.
 7. Næst má færa blönduna yfir í eldfast mót, strá pekanhnetunum yfir og baka í ofninum í 10 mínútur.
rjómalagað rósakál með pekanhnetum

Það hafa allir gott af því að minnka kjötneyslu og því er tilvalið að bjóða upp á hnetusteik því hún er alveg dúndurgóð!

wellington hnetusteik

Hnetusteikin frá Móðir náttúru er bæði til sem Wellingon hnetusteik og hátíðarhnetusteik. Þær voru báðar virkilega góðar og það smellpassaði að hafa rjómalagað rósakál og sætar kartöflur með þessu! Hnetusteikurnar fást í Krónunni, Hagkaup og stærri Nettó verslunum.

hátíðar hnetusteik

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun