Brauð í ofni með bökuðum baunum og osti⌑ Samstarf ⌑
Bakaðar baunir á brauði

Hver man ekki eftir þessum rétti síðan í barnæsku! Ég man eftir að hafa verið að gera þetta upp úr „Matreiðslubók mín og Mikka“ fyrir allmörgum árum síðan, tíhí! Þetta kallast nú varla uppskrift en stendur sannarlega fyrir sínu og alltaf gott að minna á góðar og einfaldar hugmyndir að mínu mati!

Brauð með bökuðum baunum og osti

Vinkona mín sagði við mig í dag að þetta hefði alltaf verið á boðstólnum í „denn“ þegar mamma hennar átti að elda því hún hafi ekki verið sérlega mikið fyrir eldamennskuna, hahaha! Hér er því komin leið fyrir ykkur sem eruð ekki sérlega sleip í eldhúsinu til að láta ljós ykkar skína.

brauð í ofni með baunum

Brauð í ofni með bökuðum baunum og osti

8-10 sneiðar

 • 1 x súrdeigs snittubrauð
 • 1 x dós Heinz bakaðar baunir
 • Rifinn ostur
 • Steinselja til skrauts (má sleppa)
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Skerið snittubrauðið í hæfilega þykkar sneiðar og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 3. Setjið vel af bökuðum baunum á hverja sneið og síðan ríkulega af osti þar ofan á.
 4. Bakið í ofninum í um 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fer aðeins að gyllast.
 5. Brauðið fer vel með beikoni, hrærðu eggi og jarðarberjum.
Bakaðar baunir á brauði

Mér finnst líka mjög gott að kaupa fransbrauð í bakaríi og baka slíkt með þessu en baguette sneiðar eru skemmtileg tilbreyting!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun