„Red Velvet“ kaka með rjómaostakremi⌑ Samstarf ⌑
red velvet kaka

Ég elska Betty Crocker og að leika mér með kökumix! Hér setti ég smá twist á innihaldið og útbjó síðan dýrindis rjómaostakrem og útkoman var undursamleg! Valentínusardagurinn nálgast og því ákvað ég að setja hana í hjartaform að þessu sinni til að gefa slíka hugmynd en kakan má fara í hvernig form sem er!

góð kaka

„Red Velvet“ kaka með rjómaostakremi

Red Velvet kaka uppskrift

 • 1 x Betty Crocker Red Velvet kökumix
 • 3 egg
 • 100 ml súrmjólk
 • 100 ml Isio4 matarolía
 • 100 ml vatn
 • 2 tsk. vanillusykur
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Setjið allt nema kökumixið í hrærivélarskálina og blandið saman.
 3. Bætið kökumixinu saman við og hrærið áfram í um 2 mínútur, skafið niður hliðarnar á milli.
 4. Smyrjið 2 x um 20 cm kökuform vel að innan, skiptið deiginu jafnt niður í formin og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
 5. Kælið og skafið ofan af botnunum áður en þið útbúið kremið.

Rjómaostakrem uppskrift

 • 150 g smjör við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 240 g rjómaostur við stofuhita
 • 2 tsk. vanilludropar
 1. Setjið smjör og um helminginn af flórsykrinum í hrærivélarskálina og þeytið vel, skafið niður á milli.
 2. Bætið þá restinni af flórsykrinum saman við ásamt rjómaosti og vanilludropum, hrærið vel og smyrjið síðan um 1 cm þykku lagi á milli botna og síðan líka allan hringinn.
 3. Fallegt er að skreyta kökuna með ferskum blómum.
 4. Geymið kökuna í kæli fram að notkun.
red velvet kökumix

Mmmm, hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað!

kaka fyrir valentínusardaginn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun